Upplýsingar um almenna reiti sem tilheyra flestum aðfangategundum. Almennir reitir eru þeir sem eru efst í skráningarfærslunni. Grunnupplýsingar eru flestar þær sömu á milli aðfangategunda.
Almennir reitir í öllum aðföngum
Nafnaskrá
Veldu hlutverk og eða tileinkun viðkomandi aðila. Vægi stýrir röðun (nr. 1, 2, 3...). Aðili númer 1 birtist fyrst í hópreitnum og á ytri vef. Ef þú ert ekki viss um einstaklinginn sem er skráður á aðfangið getur þú haldið niðri Ctrl + smellt á nafnið. Þá opnast nýr gluggi. Athuga að upplýsingar í reitnum nafnaskrá birtast á ytri vef. Ef ekki á að birta t.d. "Gefanda" á ytri vefnum þá er hægt að skrá hann undir flipanum Aðfangaskrá - Eigendasaga.


Efnisorð
Veldu tegund fyrst og svo efnisorð. Ef þú byrjar að skrifa í reitinn koma upp sjálfkrafa þau orð sem passa við. Þú getur einnig smellt á táknið til hægri í glugganum. Með því að smella á litla plúsinn neðst til vinstri er hægt að bæta við efnisorði án þess að fara út úr glugganum.
Efnisorð birtast á ytri vef. Ef engin titill fylgir færslunni þá birtist efnisorð í titli á ytri vef. Veljið vægi 1 á það efnisorð sem þið viljið að birtist sem titill á ytri vef.(ef fleiri en eitt efnisorð er skráð á aðfangið).
Mögulegt er að sameina efnisorð eða bæta við listann.
Við hvetjum notendur til að tilkynna um margtekin efnisorð svo við getum sameinað þau. Bæði þau sem eru nákvæmlega sama orðið en einnig orð sem þýða það sama.

Flokkun
Veljið tegund. Reiturinn Gerð breytist eftir því hvaða flokkur er valinn. Hægt er að bæta efnisorðum við hvern flokk. Þessi reitur birtist á ytri vef.

Safnnúmer
Veldu númerakerfi til að sjá rétta reiti. Hvert safn getur haft sitt eigið kerfi með hlaupandi númerum. Hafið samband við RS á sarpurhjalp@landskerfi.is til að fá nánari upplýsingar. Athugið að númerakerfi með sjálfvirkri talningu er ekki still á hvern notanda, heldur hvert safn. Vægi stýrir hvaða númer birtist fyrst í reitnum. Með því að smella á litla plúsinn neðst til vinstri er hægt að bæta við öðru númeri án þess að fara út úr reitnum. Nauðsynlegt er að velja Númerakerfi. Ekki er nauðsynlegt að velja Tegund, en við mælum með því þar sem sá reitur birtist í kassanum á færslunni sjálfri. Safnnúmer birtast á ytri vef.
Titill
Veldu tegund titils og skráðu titilinn. Titill birtist sem fyrsta val á ytri vef.

Aldur / Tímabil
Hægt er að nota fyrirframskilgreind tímabil ef unnið er með söguleg eða afmörkuð tímabil. Tímabilin sem eru núna inni koma með kerfinu. Hægt er breyta eða bæta inn tímabilum að ósk starfsfólks. Athugið að tímabilin eru sýnileg öllum notendum í Sarpi og því ekki hægt að hafa þau sérhæfð. Ef valin er "Tegund" = Aldur þá birtast þær upplýsingar á ytri vef.

Aldur er skráður í reitina Frá og Til. Hægt er að skrá bara árið. Í þessu tilviki þarf að skrá inn nákvæman aldur með punkt á milli.
Dæmi: 25.08.1876 eða 08.1876 eða bara árið 1876.
Forskeyti kemur fyrir framan og Viðskeyti fyrir aftan.

Efni / Tækni
Veldu tegund til að stýra hvaða orðasafn birtist. Efni og tækni birtast á ytri vef.
Mögulegt er að sameina efnisorð eða bæta við listann.

Orðasöfnin eru mismunandi eftir því hvaða tegund er valin.

Hægt er að smella á plúsinn neðst vinstra megin til að skrá fleiri en eitt efni/tækni.

eMuseumPlus
Hér birtist slóð á viðkomandi aðfang á ytri vefnum. Þetta gerist sjálfkrafa þegar færsla er vistuð. Ef þú vilt senda eða skoða aðfangið á ytri vefnum getur þú afritað þessa slóð.

Rafræn skjöl — hlaða upp
- Opnaðu viðeigandi aðfang og veldu hægra megin Rafræn skjöl eða smelltu á plúsinn þar sem myndasvæðið er.
- Smelltu á + eða dragðu & slepptu skrám (myndir, PDF, o.fl.).
- (Valfrjálst) Stilltu aðalmynd: hægrismelltu → Setja sem sjálfgefna mynd. Sjálfgefin mynd birtist í myndasýn/leitarniðurstöðum.
- Uppfæra/eyða: hægrismelltu á skrá → Uppfæra eða Eyða.
- Á að fela einstaka mynd/skjal á ytri vef? Smelltu á viðkomandi mynd → farðu í Rafræn skjöl → breyttu Internet/Birta.

Grunnupplýsingar
Ath.: Sumar aðfangategundir hafa ekki sömu grunnupplýsingar.
Stærðir
Skráðu mismunandi stærðir (þyngd, ummál o.fl.). Hægt er að bæta við mælieiningum í kerfið. Eftir breytingu á stærð: smelltu á „Uppfæra forskoðun“. Gott að slá inn * og þá færðu upp allar þær mælieiningar sem eru í boði.
Munið að velja mælieiningu. Þessi reitur birtist á ytri vef.

Staðaskrá
Veldu stað úr Staðaskrá Sarps. Ef staður finnst ekki þarf að skrá hann fyrst í skrána. Hægt er að opna stað (Ctrl+smella) án þess að detta úr skráningu; til að fjarlægja valinn stað, smelltu á X. Í reitnum "Tegund" er hægt að bæta við efnisorðum. Athuga að slík beiðni þarf að fara í gegnum RS.

Lýsing
Skráðu lýsingu á aðfangi. Fyrir langan texta má nota stækkunarglerið í reitnum. Reiturinn Lýsing birtist á ytri vef Sarps.

Aðrar upplýsingar
Smelltu á plúsinn fyrir framan reitinn og veldu viðeigandi tegund. „Höfundur“ tengist Samstarfsaðilar; ef nafnið finnst ekki þarf að skrá það fyrst þar. „Heimildir“ og „Sýningartexti“ birtast á ytri vef Sarps (aðrar tegundir ekki).

Hnit
Veldu viðeigandi kerfi: Landshnitakerfi fyrir gild staðbundin hnit og Staðhnitakerfi fyrir hnit úr eigin kerfum (t.d. fornleifarannsóknir). Nauðsynlegt er að velja Hnitakerfi (yfirleitt Ísnet 93) til að birta á korti. Gild hnit birtast sem lína í „Hnit GIS“. Skráðu hnit með punkti (.).
Ef aðfang hefur ekki hnit sækir kerfið hnit úr Staðaskrá (ef staður er tengdur). Þau hnit skrást ekki á aðfagið en birtast á ytri vef.

Birta á vef
Veldu hvort aðfangið eigi að birtast á ytri vef eða ekki.
- Nafnaskrá: Stilltu Vægi (1, 2, 3…) til að stýra birtingarröð.
- Efnisorð: Ef titill vantar, veldu efnisorð með Vægi 1 sem titil á ytri vef.
- Flokkun: Veldu fyrst flokk → þá birtist rétt Gerð fyrir þann flokk.
- Safnnúmer: Veldu rétt Númerakerfi; notaðu Vægi til að stýra hvaða númer birtist fyrst.
- Rafræn skjöl: Stilltu Aðalmynd; stilltu „Internet/Birta“ undir rafræn skjöl ef skráin á ekki að birtast á vefnum.
- Stærðir: Smelltu á Uppfæra forskoðun eftir breytingar.
- Staðaskrá: Notaðu Ctrl+smella til að opna stað án þess að detta úr skráningu.
- Lýsing: Nýttu stækkunarglerið fyrir langan texta.
- Hnit: Veldu rétt Hnitakerfi (oft Ísnet 93) og notaðu punkt (.).
- Efnisorð: Titill vantar og ekkert vægi stillt → efnisorð birtist óvænt sem titill.
- Safnnúmer: Skipt um númerakerfi eftir á → ósamræmi í birtingu.
- Rafræn skjöl: Skrár birtast óvart → „Internet/Birta“ ekki rétt stillt.
- Sjálfgefin mynd: Gleymist að stilla → óæskileg forsíðumynd í leit.
- Hnit/Kort: Kort birtist ekki ef Hnitakerfi vantar eða komma (,) er notuð í stað punkts (.).
- Staðaskrá: Reynt að velja óskráðan stað → þarf að skrá hann fyrst.
- Leit: Engar niðurstöður sjást – vistuð síun/leitarsetning er enn virk → hreinsaðu síur.
- Birta á vef: Gleymt að stilla rétt → aðfang birtist ekki eða birtist óvart á ytri vef.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina