Flipi Textar
Undir flipanum textar geta verið mismunandi reitir. Þeir eru þó flestir eins á milli aðfangategunda.
Reiturinn Athugasemdir hefur að geyma ýmislegt sem var flutt yfir úr eldra kerfinu en er ekki í notkun í dag eða á að flytja á annan stað. Hér er líka hægt að skrá inn athugasemdir. Þessi reitur er ekki birtur á ytri vef.

Hlekkir
Hér er gott að setja inn ef fjallað hefur verið um viðkomandi aðfang á vefsíðu

Ljósmyndir - Ítarupplýsingar
Falinn nafnareitur
Þessi reitur kemur úr Sarpi 3. Það á ekki að skrá í þennan reit. Öll nöfn sem eru í þessum reit eiga að fara í nafnaskrá reitinn.
Myndavél
Hér er hægt að velja tegund myndavélar úr fyrirframskilgreindum lista
Tökustaður
Hér er hægt að skrifa inn tökustað ljósmyndar
Svæði
Skrifa inn svæði þar sem ljósmynd er tekin
Áletrun / Áritun
Hér er hægt að skrá inn áletrun og áritun sem kann að vera á ljósmyndum.
Fornleifar - Flipi ítarupplýsingar
Ástandsmat
Hér er hægt að skrá ástandsmat á fornleifum

Rauðir textar þýða að viðkomandi efnisorð er ekki lengur í notkun en var fært yfir úr Sarpi 3.

Hægra megin eru upplýsingar sem voru bæði fluttar yfir úr eldra kerfi og nýir reitir sem verða notaðir í framtíðinni.
Reiturinn "Aðrar upplýsingar" er undir Grunnupplýsingar hjá öðrum aðfangategundum.

Staðhættir
Undir grunnupplýsingar í Fornleifum má finna reitinn "Staðhættir"

Flipi Jarðlag/Sýni
Jarðlagaupplýsingar
Hér er hægt að skrá inn upplýsingar um mannvirki og jarðlög tengd fornleifarannsóknum.

Hægra megin er hægt að skrá inn upplýsingar ef um sýni er að ræða

Flipi Líkamsleifar fólks
Þetta eru nýir reitir í kerfinu þar sem hægt er að skrá inn upplýsingar úr mannabeinasafni.

Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina