Í flipanum ástand eru reitir sem tengjast almennt ástandi aðfangsins. Margir reitir sem áður voru eingöngu vistaðir undir Forvarsla eru nú aðgengilegir hér.

Ástand
Í listanum Ástand eru ýmsis efnisorð sem voru flutt úr eldra kerfi. Líkt og ástand fyrir meðferð og ástand eftir meðferð.
Hægt er að velja tegund úr listanum eða smella á táknið hægra megin við og sjá lista sem koma upp. Þegar nýtt ástand er skráð inn þá helst eldra inni og ný dagsetning kemur. Þannig er hægt að halda utan um ástandssögu aðfangsins.
Hætta
Ef hætta er t.d. af meðhöndlun á grip þá ber að skrá það inn í þennan reit. Ef hakað er við "Virk" þá birtist hættumerkið á grunnspjaldinu. Hægt er að bæta við listann undir "Hætta". Það er gert með því að hafa samband við starfsfólk RS.


Forvarsla
Hér undir sést hvaða forvörsluskýrslur hafa verið unnar á viðkomandi aðfangi. Athugið ekki hafa allir heimild til að skoða eininguna Forvarsla.
Upplýsingar hægra megin voru áður skráðar í forvörsluviðmótinu. Þessar upplýsingar eru núna aðgengilegar á aðfanginu sjálfu.

Meðhöndlun
Þessir reitir tengjast hvernig meðhöndla á aðfangið. Ef gripur er settur á sýningu er hægt að afrita þessar upplýsingar. Sjá nánar undir skrásett leiðbeiningar.

Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina