Fornleifarannsókn - skráning og vinnsla

Breytt Thu, 18 Sep kl 2:30 PM

Rannsóknir/Greiningar-einingin heldur utan um fornleifarannsóknir og skráningar. Nákvæm skráning tryggir að gögn, niðurstöður og skjöl varðveitist og séu aðgengileg fyrir greiningu og miðlun.

Hvar finn ég Rannsóknir?

  • Valmynd: Umsýsla → Rannsóknir/Greiningar.
  • Samhengi við Sýningar/Samninga fer í gegnum Skrásett (Registrar); þaðan má líka stofna tengdar færslur (t.d. ástandsskýrslu) þegar við á.

Skrá eða breyta rannsókn — skref fyrir skref

  1. Búa til: Smelltu á Búa til, veldu fornleifarannsókn og gefðu rannsókninni lýsandi heiti.
  2. Grunnreitir:
    • Tegund skráningar: Fornleifarannsókn eða Fornleifaskráning.
    • Tegund rannsóknar (t.d. björgunaruppgröftur, framkvæmdarrannsókn, yfirborðsrannsókn).
    • Tímabil (frá–til) og Staður (veldur úr Staðaskrá).
    • Ábyrgð (á skráningunni sjálfri, skráandi notandi) og Staða verkefnis (fyrirhugað/í gangi/lokið).
    • Þátttakendur (stofnun, stjórnandi/verkefnisstjóri, starfsmenn/verktakar).
    • Hnit: hægt er að setja inn hnit- punk eða fláka.  Landshnitakerfi er valið í Tegund. Í Hnitakerfi er valið  ISN93/ISN2016 og svo hnitin sjálf X Y (t.d. 402279 380311) í reitinn Önnur hnit. Kerfið umbreytir og sýnir samsvarandi WGS84 (breidd/lengd) í kortasýn til staðfestingar í reitinum Hnit. Ef nákvæm hnit eru ekki til staðar er hægt að smella á reitinn Hnit til þess að setja punkt inn á kort - þá þarf að þysja inn með músinni eða + -. Þegar réttur staður er fundinn er hægrismellt með músinni til að setja inn punkt. Fyrir fláka er valið polygon, nokkrir punktar gerðir með músinni og svo tvísmellt til að loka.
    • Rannsóknarefni (mjög mikilvægt – hjálpar í leit og birtist á ytri vef).
    • Athugasemdir (t.d. aðferðir og verkþættir).
  3. Tengja aðföng/gripi: Bættu við aðföngum beint í rannsókn eða dragðu & slepptu úr leitarniðurstöðum hægra megin.
  4. Heimildir & fylgigögn: Tengdu við Heimildaskrá og hlaðið upp Rafrænum gögnum (myndir, kort, PDF). Veldu myndefni sem lýsir rannsókninni í heild.
  5. Birting: Stilltu Birta á ytri vef ef á að sýna upplýsingarnar út á við.
  6. Vista: Smelltu á Vista reglulega.

Framsetning gagna

  • Ítarleg sýn – allar upplýsingar og reitir fyrir rannsóknina.
  • Töflusýn – listar niðurstöður í töflu (hentar yfirferð og útflutningi).
  • Kortasýn – sýnir rannsóknarsvæðið ef hnit eru skráð.

Tengingar og flæði

  • Aðföng ↔ Rannsóknir: rannsókn tengist einu eða fleiri aðföngum (jarðfundnir gripir/sýni, fornleifar). Unnt er að stofna tengingu úr hvorri einingu sem er.
  • Skrásett (Registrar): veitir heildarsamhengi við sýningar og samninga; nýtist til að sjá hreyfingar/ástand í tengslum við verkefnið.
  • Flutningar / Forvarsla: ef verkefnið kallar á flutning eða ástandsskráningu skal nota samsvarandi einingar og halda tengingum gegnum Skrásett.

Leit, sýnir og útflutningur

  • Grunnleit fyrir hraðyfirlit; Nánari leit til að afmarka eftir tegund, staðsetningu, ári, stöðu o.s.frv.
  • Töflusýn: stilltu dálka (heiti, tegund, tímabil, staður, ábyrgð o.fl.) og vistaðu sem sýn til endurnotkunar.
  • Flytja út: XLS speglar valda dálka og núverandi röðun í töflusýn.
Ábendingar
  • Notaðu Atriðaskrá/Orðasafn fyrir stýrð hugtök (tegund, verkþætti, stöður) til að tryggja samræmi.
  • Gefðu lýsandi heiti (t.d. staður/ár) og skráðu hnit og rannsóknardaga nákvæmlega.
  • Rannsóknarskýrslur skráir þú í Heimildaskrá og tengir við rannsóknina (ekki sem laus viðhengi í Rafræn gögn nema þörf sé á).
Algengar villur
  • Ekki vistað eftir breytingar → breytingar tapast. Lausn: vista reglulega.
  • Ófullnægjandi staðsetning → erfitt að finna síðar. Lausn: skrá réttan stað úr Staðaskrá og, ef þarf, fleiri tengda staði.
  • Ótengdar myndir/skjöl → skráin verður ófullkomin. Lausn: setja í Rafræna gögn og merkja skýrt.
  • Útflutning vantar dálkaLausn: stilla dálka í Töflusýn og endurtaka útflutning; íhuga fast dálkasnið ef þörf er á.
  • Skýrsluform ófullnægjandi → Hafið samband við RS ef óskað er eftir annarsskonar skýrsluformi vegna útflutnings
Gátlisti
  • Er tegund, tímabil og staður skráð?
  • Eru þátttakendur og ábyrgð tengd?
  • Eru tengd aðföng sett inn (réttir gripir)?
  • Eru heimildir og fylgigögn tengd (myndir/PDF)?
  • Er birting/stöðustilling rétt og búið að vista?
Sjá einnig
  • Aðföng – grunnupplýsingar og myndefni.
  • Skrásett (Registrar) – samhengi sýninga/samninga og hreyfingar/ástand.
  • Forvarsla – ástandsskráning og meðferð, ef verkefnið kallar á það.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina