Einingin Rannsóknir/Greiningar í Sarpi er hönnuð til að skrá, fylgjast með og vista upplýsingar um rannsóknir og greiningar sem tengjast fornleifum, gripum, gripasöfnum eða öðru.
Hún styður bæði innanhússrannsóknir og samstarfsverkefni með utanaðkomandi aðilum. Fornleifarannsóknir eru birtar á ytri vef sarps sé Birting leyfð. Annars konar greiningar eru ekki birtar á ytri vef.
Hvar finn ég Rannsóknir og Greiningar?
- Valmynd: Umsýsla → Rannsóknir/Greiningar.
- Ef flipinn sést ekki: opnaðu „hamborgara“-valmynd (☰) og virkjaðu flipann umsýsla.
Skrá eða breyta rannsókn
- Búa til: Opna Rannsóknir/Greiningar → Smella á plúsinn - Búa til nýja (Veldu formið Fornleifarannsókn fyrir fornleifauppgrefi og forleifaskráningar, en veldu staðalsýn fyrir almennar rannsóknir á t.d. safnkosti).
- Fylla út grunnreiti: Rannsóknartegund, Dagsetningar (frá–til), Ábyrgðaraðili, Þátttakendur.
- Tengja aðföng: Bættu við tengdum aðföngum og Heimildaskrá.
- Rafræn gögn: Hlaða upp PDF/skjölum/myndum í hægri stiku (Rafræn skjöl).
- Vista: Vista reglulega í fætinum.
Helstu reitir
- Rannsóknarheiti
- Tegund rannsóknar – val úr orðalista; má aðlaga í efnisorðaskrá (gert í gegnum RS). Er hægt að þrengja leit á ytri vef útfrá þessum tegundum.
- Tegund - reiturinn fyrir neðan "Safn"- Þarna er falið hvort um uppgröft eða skráningu er að ræða, auðveldar leit
- Þátttakendur– hver ber ábyrgð og hverjir koma að rannsókninni - er birt á ytri vef.
- Mynd - Hægt er að hengja mynd við skráninguna, t.d. yfirlitsmynd. Er birt á ytri vef ef hún er leyfð til birtingar undir rafræn skjöl.
- Samningar og Sýningar – tengingar við samninga og sýningar ef verkefnið tengist þeim.
- Tengd aðföng – listar alla gripi/færslur sem tengjast rannsókninni.
- Staðir – tilvísun í Staðaskrá
- Heimildir & viðhengi – skýrslur, PDF og myndir; skráðu lýsigögn (ljósmyndari/höfundarréttur).
- Fyrir fornleifarannsóknir er hægt að setja inn hnit- punk eða fláka. Landshnitakerfi er valið í Tegund. Í Hnitakerfi er valið ISN93/ISN2016 og svo hnitin sjálf X Y (t.d. 402279 380311) í reitinn Önnur hnit. Kerfið umbreytir og sýnir samsvarandi WGS84 (breidd/lengd) í kortasýn til staðfestingar í reitinum Hnit. Ef nákvæm hnit eru ekki til staðar er hægt að smella á reitinn Hnit til þess að setja punkt inn á kort - þá þarf að þysja inn með músinni eða + -. Þegar réttur staður er fundinn er hægrismellt með músinni til að setja inn punkt. Fyrir fláka er valið polygon, nokkrir punktar gerðir með músinni og svo tvísmellt til að loka.
Framsetning gagna
Ítarleg sýn– allar upplýsingar og tengingar.- Töflusýn – stillanlegir dálkar til samanburðar og útflutnings.
- Kortasýn – Hægt að sjá staðsetningu fornleifauppgrafta á korti.
Leit og útflutningur
- Grunnleit fyrir yfirlit; Nánari leit til að afmarka eftir reitum (tegund, staður, ábyrgð o.fl.).
- Útflutningur – Hægt er að taka út yfirlit yfir Rannsóknir eða aðföng tengd rannsókn. Það er gert með því að smella á línurnar þrjár í töflunni Aðföng og taka út í excel
- Hægt er að taka út skýrslu með því að smella á "Flytja út" hnappinn og velja skýrsluform.
Ábendingar- Gefðu lýsandi heiti og skráðu dagsetningar og ábyrgð.
- Dragðu inn viðhengi (myndir/PDF/kort) í hægri stiku og merktu lýsigögn.
- Vistaðu leitir og sérsniðna töflusýn með samræmdu heiti.
- MuseumPlus: Status (current) uppfærist sjálfvirkt þegar ný „Staða“-færsla er sett inn sem Current; ef sú færsla er eydd þarf að merkja eldri færslu sem Current handvirkt.
Algengar villur- Ekki vistað eftir breytingar → breytingar tapast.
- Ófullnægjandi staðsetning eða tengingar → erfitt að rekja niðurstöður síðar.
- Ótengdar myndir/skjöl → fáar upplýsingar nýtast í leit/útflutningi.
Gátlisti- Er rannsóknartegund, tímabil og ábyrgð skráð?
- Eru aðföng og heimildir tengd?
- Eru viðhengi (myndir/PDF) komin inn og merkt?
- Er töflusýn stillt fyrir útflutning og búið að vista?
Sjá einnig- Fornleifaskráning – skráning og vinnsla (HTML look).
- Leit í Sarpi – möguleikar og vistaðar leitir.
- Aðföng – grunnupplýsingar og myndefni.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina