Sýningar – skráning og tenging við aðföng

Breytt Mon, 26 Jan kl 12:47 PM

MIKILVÆGT

Þegar aðfangi er bætt á sýningu verður til Skrásett-færsla fyrir hvert aðfang. Þar skráir þú sértækar upplýsingar um aðfangið í samhengi sýningarinnar (t.d. staða, meðhöndlun og framsetning).

Skrá eða breyta sýningu

  1. Opnaðu Sýningar í valmynd (undir Umsýsla).
  2. Smelltu á Búa til nýja eða leitaðu að sýningu til að breyta.
  3. Fylltu út lykilreiti:
    • Heiti sýningar
    • Tegund sýningar (t.d. sérsýning, grunnsýning)
    • Upphafsdagur og lokadagur eða Tímabil (frá–til)
    • Sýningarstaður (sótt úr Stofnanir – samstarfsaðilar)
    • Þátttakendur (t.d. sýningarstjóri; sótt úr samstarfsaðilum)
  4. Valfrjálst: Skráðu texta og kynningu undir Ítarupplýsingar.
  5. Tengdu heimildaskrá ef við á (t.d. sýningarskrár, bækur).
  6. Vistaðu.

Bæta aðföngum á sýningu

Aðföng eru tengd við sýningu með draga & sleppa inn í gluggann Aðföng. Þú getur sótt aðföng með nokkrum leiðum:

  • Hægri leitarflipi: Leitaðu eftir nafni, safnnúmeri eða öðrum lykilupplýsingum og dragðu aðfang inn á sýninguna.
  • Vistuð leit: Ef þú ert búin(n) að vista leit í Aðföngum geturðu keyrt hana og dregið öll aðföngin yfir.
  • Úr vinnumöppu: Finndu vinnumöppuna í Nánari leit og dragðu aðföngin þaðan yfir á sýninguna.

Ábending: Ef sýning er stór er oft þægilegt að nota Vistaða leit  til að tengja aðföng í einu lagi.

Kennslumyndband

MYNDBAND

  

Framsetning gagna

Ítarleg sýn

Sýnir allar upplýsingar og tengingar fyrir eina sýningu.

Töflusýn

Listar margar sýningar með lykilatriðum (heiti, staður, tímabil, fjöldi aðfanga).

Dagatal

Sýnir sýningar eftir dagsetningum.

Skjöl og vefbirting

  • Hlaðið upp Rafræn skjöl (t.d. sýningaráætlanir, texta, myndir) – gert hægra megin undir filmutákninu.
  • Stilltu sjálfgefna mynd ef sýning á að birtast með myndefni í yfirlitum.

Leit, töflusýn og útflutningur

  • Grunnleit fyrir yfirlit; Nánari leit til að afmarka (tegund, sýningarstaður, tímabil).
  • Töflusýn: Stilltu dálka og röðun (t.d. heiti, staður, tímabil, fjöldi aðfanga).
  • Flytja út: XLS speglar valda dálka og röðun í töflusýn.
  • Flytja út skýrslu: Hægt er að flytja út fyrirfram skilgreind form (Word/Excel). Ef óskað er eftir sérsniðnu formi, hafðu samband við RS á sarpurhjalp@landskerfi.is.

Algengar villur

  • Sýningarstaður rangt skráður eða finnst ekki: Sýningarstaður tengist Stofnunum (samstarfsaðilum), ekki Nafnaskrá.
  • Tímabil vantar: Sýning birtist ekki á réttum degi. Lausn: fylla inn frá–til dagsetningu.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina