Samstarfsaðilar – yfirlit og skráning

Breytt Tue, 30 Sep kl 1:11 PM

Samstarfsaðilar er miðlægt skráningarkerfi fyrir samstarfsaðila í Sarpi svo sem stofnanir, fyrirtæki, samtök og tengiliði sem þú vinnur með í sýningum, samningum, samskiptum o.s.frv. Þessi skrá er ekki hugsuð fyrir aðila sem tengjast beint tilteknum aðföngum (t.d. höfundur, gefandi) — þeir fara í Nafnaskrá. Samstarfsaðilar er því „viðskiptavina-/samstarfsaðilaskrá“ á meðan Nafnaskrá er tengd aðföngum.

Hvar finn ég Samstarfsaðila?

  • Í valmynd kerfisins: Stofnanir → Samstarfsaðilar. Í ensku hjálparefni heitir þetta gjarnan Addresses. Ef ekki sýnileg smelltu þá á „hamborgara“-valmynd (☰) og virkjaðu efri flipann. 

Hvað geymir Samstarfsaðilar?

  • Heiti aðila (stofnun/fyrirtæki/deild) og tengiliði.
  • Póstfang, netföng, símanúmer og aðrar samskiptaleiðir.
  • Hópa til að halda utan um lista/markhópa.
  • Samskiptaleyfi (t.d. „má senda póst/tölvupóst“) 

Munurinn á Samstarfsaðilum og Nafnaskrá

  • Samstarfsaðilar: samstarfsaðilar og tengiliðir sem taka þátt í sýningum, samningum, fornleifarannsóknum og samskiptum; ekki bundið beint við ákveðið aðfang. Gæti þó tengst aðfangi t.d. tryggingarfyrirtæki sem safnið tryggir verk hjá og tengiliðir innan þess. Samstarfsaðilar birtast ekki á ytri vef.
  • Nafnaskrá: einstaklingar/hópar sem tengjast aðföngum (t.d. höfundar, ljósmyndarar, gefendur). Nafnaskrá birtist á ytri vef, nema annað sé valið.

Skrá eða breyta samstarfsaðila — ýmsir reitir

  1. Búa til: Opna Stofnanir → SamstarfsaðilarBúa til. Skráðu heiti stofnunar/fyrirtækis/deildar.
  2. Tengiliður: Bættu við upplýsingum um tengilið (nafn, netfang, sími, póstfang). Stilltu má senda póst/tölvupóst samkvæmt samþykki.
  3. Aðrir tengiliðir: Ef um stofnun er að ræða má skrá fleiri tengiliði og samskiptaupplýsingar.
  4. Hópur - Hér er hægt að setja aðila í ákveðin hóp, til dæmis Flokkun: Settu aðila í hóp (undir tengiliðir) til að auðvelda síun og lista (t.d. fréttabréf/boðskort). Sjá nánar hér um hópa.
  5. Aðrar upplýsingar: Fylltu út viðeigandi reiti eftir því sem á við (t.d. athugasemdir, vefslóðir).
  6. Vista

Tenging við aðrar einingar

  • Sýningar: sýningarstaður, samstarfsaðilar og tengiliðir.
  • Samningar: lántakandi/lánveitandi og aðrir samningsaðilar koma úr Samstarfsaðilum.
  • Skrásett: upplýsingar um aðila á bakvið verkefni
  • Forvarsla: fagfólk (t.d. forverðir) er skráð í Samstarfsaðila.
  • Fjármál undir aðföng eru tengd við Samstarfsaðila
  • Rannsóknir: aðilar sem koma að fornleifarannsóknum/skrám eru skráðir hér
Ábendingar
  • Haldið einum aðila = ein færsla; forðist tvískráningu (leita áður en ný færsla er búin til).
  • Nýtið hópa/flokka til að undirbúa boðslista, fréttabréf og aðrar sendingar.
Algengar villur
  • Röng eining — sett í Nafnaskrá en átti heima í Samstarfsaðilum (eða öfugt). Lausn: fylgja reglunni hér að ofan; sameina/færa til ef þarf.
  • Tvískráning — leita fyrst; sameina skrár sem vísa í sama aðila (aðgerð hjá RS ef þið óskið).
Gátlisti
  • Hefur aðilinn rétta staðsetningu og tengiliði?
  • Eru stillingar fyrir póst/tölvupóst og samþykki skráðar?
  • Er aðilinn settur í viðeigandi hópa/flokka?
  • Er tengingin við Sýningar/Samninga komin á sinn stað?
Sjá einnig

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina