Nafnaskrá geymir upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki/stofnanir sem tengjast aðföngum í Sarpi (t.d. höfundar, ljósmyndarar, gefendur, listamenn). Rétt og samræmd skráning í Nafnaskrá eykur leitarmöguleika og dregur úr tvíverknaði í öðrum einingum.
Hvar finn ég Nafnaskrá?
- Opnaðu Nafnaskrá í valmynd (undir Safnkostur).
- Sést hún ekki? Opnaðu valmyndina (☰) og virkjar flipann.
Skrá eða breyta nafni
- Leita fyrst. Notaðu heildarleit eða nánari leit til að finna mögulega skráningu og forðast tvískráningu. Skoðaðu niðurstöður í töflusýn og raðaðu eftir dálkum.
- Búa til ef ekkert finnst: veldu + Búa til og síðan viðeigandi form (einstaklingur eða fyrirtæki/stofnun).
- Ef um íslenskan einstakling er að ræða skaltu byrja í reitnum Þjóðskrá (eftir kennitölu eða nafni). Ath.: Þjóðskrá geymir yfirleitt ekki einstaklinga sem létust fyrir 1967. Finnist ekki samsvörun í Þjóðskrá gæti kennitala/nafn þegar verið skráð í Nafnaskrá eða viðkomandi aldrei verið í Þjóðskrá. Ef hvorugt á við, stofnaðu nýja færslu og fylltu út lykilreiti (nafn, fæðingardag og – ef við á – dánardag).
- Vista.
Skráningarreitir (algengustu)
- Heiti (fornafn–millinafn–eftirnafn) – fullt nafn án skammstafana, t.d. „Jón Jónsson“ eða „Listasafn Reykjavíkur“. Reitir fyllast sjálfkrafa ef nafn er sótt í Þjóðskrá.
- Önnur nöfn – aðrar myndanir/heiti sem við á.
- Staða – t.d. bóndi, læknir, vesturfari. Birtist á ytri vef.
- Dagsetningar – veldu tegund (oftast fæðingar- og/eða dánardagur; fyrir fyrirtæki t.d. stofndagur). Fæðingardagur í Frá (dd.mm.áááá), dánardagur í Til (dd.mm.áááá). Ath.: Sækist einstaklingur í Þjóðskrá flytjast dagsetningar sjálfkrafa.
- Staðaskrá – tengdu viðeigandi staði (t.d. fæðingarstaður, aðsetur).
- Heimilisfang – núverandi heimilisfang. Ef viðkomandi er tengdur Þjóðskrá fyllist reiturinn sjálfkrafa. Breytist heimilisfang bætist ný lína við og Uppfært dagsetning uppfærð (eldri heimilisföng varðveitast).
- Birta á ytri vef - Öll nöfn eru birt sjálfkrafa á ytri vef. Hægt er að haka við "Ekki birta á vef" ef óskað er erftir að nafnið sé ekki birt. Athuga að nafn í nafnskránni sem hefur ekki tengingu við neitt aðfang birtist ekki á ytri vef.
- Ævisaga/Ferill – undir Aðrar upplýsingar má skrá feril, heimildir og sýningar. Á að birta texta á ytri vef? Veldu tegundina vefbirting.
- Fjölskyldutengsl – tengsl milli einstaklinga (faðir, móðir, dóttir, sonur o.s.frv.). Birtist á ytri vef.
- Heimildaskrá – sækja heimildir úr einingunni Heimildaskrá (þarf að vera skráð þar). Birtist á ytri vef.
- Koma á safn – samantekt frá aðföngum sem tengjast aðilanum. Breytingar eru gerðar frá viðkomandi aðfangi.
- Eigendasaga – samantekt frá aðföngum sem tengjast aðilanum. Breytingar eru gerðar frá viðkomandi aðfangi.
- Aðföng – höfundarréttur – upplýsingar teknar frá tengdum aðföngum. Breytingar frá aðfangi.
- Rafræn skjöl – höfundarréttur – upplýsingar teknar frá tengdum aðföngum. Breytingar frá aðfangi.
- Sýningar – tengingar við sýningar sem tengjast aðilanum.
- Tengiliðir – tengiliðir (sérstaklega ef fyrirtæki/stofnun); sótt úr Samstarfsaðilar.
- Hlekkir – slóðir sem tengjast aðilanum.

Tengingar við aðrar einingar
- Aðföng – tengt sem höfundur/aðili (t.d. „Höfundur“, „Ljósmyndari“, „Gefandi“). Allar slíkar tengingar sjást í töflunni Aðföng í hverri nafnaskráningu, óháð því á hvaða safni aðföngin eru.
- Staðaskrá – í Staðaskrá má sjá hvort aðili tengist tilteknum stað.
Leit og töflusýn
- Notaðu Grunnleit til yfirsýnar; Nánari leit til að afmarka eftir tegund, stöðu og fæðingarári.
- Í Töflusýn má stilla dálka (t.d. Nafn, Staða) og röðun, vista sem sérsniðna sýn eða flytja leitarniðurstöður út sem Excel/CSV.
- Hægt er að nota Flytja út hnappinn á einstaka skráningu eða á leitarniðurstöður til að fá tiltekna tegund nafnaskýrslu.
- Vefsýn – flýtileið til að athuga tengingar við lykilskrá Landsbókasafns Íslands eða einstaklinga í sögulegu manna- og bæjatalinu.
Ábendingar
- Fullt nafn án skammstafana; notaðu rétta íslenska stafsetningu og há-/lágstafi.
- Fylltu út dagsetningar (fæð./dán.) þar sem við á – gagnlegt í leit og röðun.
- Notaðu Fjölskyldutengsl til að tengja saman skyldar færslur (einstaklinga/stofnanir).
Algengar villur & lausnir
- Tvískráning — búið til nýtt áður en leitað var. Lausn: Leita fyrst; senda athugasemd til RS ef þarf að sameina.
- „Finn ekki í Þjóðskrá“ — einstaklingur gæti þegar verið skráður í Nafnaskrá eða ekki verið í Þjóðskrá (t.d. látinn fyrir 1967). Lausn: Athuga í Nafnaskrá og stofna ef þarf.
- Ósamræmi í heitum — „Jón J.“ annars staðar „Jón Jónsson“. Lausn: Nota fullt nafn og stýrð heiti.
- Röng eining — leitað í Aðföngum í stað Nafnaskrár. Lausn: Staðfesta einingu og hreinsa síur.
- Stafir/letur — röng stafatöflukóðun í útflutningi. Lausn: Opna með UTF-8 og stilla dálkaskilgreiningar rétt.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina