Töflusýn - búa til sérsniðnar töflur

Breytt Mon, 17 Nóv kl 12:21 PM

Sérsniðnar töflur gera þér kleift að stilla dálka, röðun, síur og breidd eftir þínum þörfum og vista þína töflu til endurnotkunar og til að flytja út í excel.  

Velja og raða dálkum í töflusýn

  • Opnaðu valmyndina fyrir ofan töfluna (þrjár línur, gardínan) og veldu dálka
  • Hakaðu við þá dálka sem eiga að birtast í töflunni, þú getur líka "afhakað" við dálka sem eiga ekki að birtast
  • Raðaðu röð dálka með því að draga þá til í listanum.
  • Stilltu breidd dálka með því að draga skil á milli dálkahausa í töflunni.
  • Smelltu á dálkahaus til að raða (hækkandi/lækkandi).
  • Ef þú vilt raða eftir safnnúmeri A eða B þá þarftu að velja röðun: Safnnúmer A Vægi eða Safnnúmer B Vægi
Skilgreina töflu og velja dálka

Vista töfluna fyrir síðari notkun

  • Hægri-smelltu á valmyndina fyrir ofan töfluna og veldu Skilgreina töfluVista sem.
  • Gefðu töflunni skýrt heiti 
Vista sem ný sýn

Nota og uppfæra töflur

  • Velja töflusýn: Smelltu á litlu örina við hliðina á Töflusýn-tákninu og veldu þína töflu úr listanum. Einnig má hægri-smella á valmyndina og velja þar.
  • Uppfæra: Gerðu breytingar á dálkum/röðun → Vista  (yfirskrifar) eða Vista sem nýja.
  • Afrita/Eyða: Í sama glugga má Afrita eða Eyða töflum (fer eftir réttindum).
Velja vistaða sýn

Tengja töflusýn við vistaða leit

Til að fá alltaf sömu framsetningu og niðurstöður: keyrðu vistaða leit, veldu svo sérsniðnu töfluna þína og vistaðu síðan leit + töflusýn saman. 

Ábendingar
  • Flytja út í excel tekur mið af núverandi dálkum og röðun → stilltu töfluna áður en þú flytur út.
  • Búðu til sérsniðnar töflur fyrir ólík verkefni 
Algengar villur
  • „Röng“ gögn í CSV/Excel — dálkaval/röðun ekki uppfært. Lausn: stilltu töfluna og vistaðu áður en þú flytur út.
  • Töflusýn „hverfur“ — var merkt sem Einka hjá öðrum eða vantar réttindi. Lausn: notaðu Opin þegar deilt er.
  • Of margir dálkar — einföldun: búðu til tvær mismunandi sýnir fyrir ólík verkefni.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina