Algengar aðgerðir
| Aðgerð | Lýsing | Dæmi / athugasemd |
|---|---|---|
| Til baka | Efst til vinstri á valmyndastiku. Fer aftur á fyrri færslu eða einingu. | Handhægt þegar þú ferð úr einni einingu og vilt fara beint aftur í færsluna sem þú varst |
| Opna tengil í nýjum glugga | Ctrl (Windows) eða ⌘ (Mac) + smella. | Opnar færslu án þess að loka núverandi færslu eða lista. |
| Stjarna (*) í leit | Sýnir öll möguleg gildi fyrir reit. | Sláðu "*" í leitarreit og ýttu á Enter til að sjá öll gildi. |
| AND / OR / NOT | Bætir við skilyrðum í heildarleit. | Dæmi: olía AND pappír eða stóll NOT leikfang. |
| Vista töflusýn sem sniðmát | Vistar uppröðun og valda dálka fyrir endurnotkun. | Sérstilltu dálka → vista sem "einka" eða "opin". |
| Gírtáknið í reitum | Ferðu með músarbendilinn fyrir aftan heitið á reitnum. Opnar valkosti fyrir reit (t.d. "Leita eftir gildi", "Bæta við síu", "Atriðaskrá"). | Nothæft til að finna allar færslur með sama gildi eða leita eftir ákveðnu gildi. |
Hagnýt vinnubrögð
- Nota "Afrita" fyrir líkar færslur: Afritaðu eldri færslu og breyttu aðeins nauðsynlegum reitum.
- Draga og sleppa skrám: Dragðu myndir og skjöl beint inn í færslu.
- Leita eftir gildi: Finnur allar færslur sem deila sama gildi (t.d. staður eða efni).
- Vistuð leit: Vistaðu flóknar síur / leitarsetningar og notaðu síðar.
- Hægri-smellur í töflusýn: Stundum er hægt að breyta töflusýn með því að hægri-smella á valmynatáknið í töflusýn.
Lyklaborðsflýtileiðir
- Tab / Shift + Tab: Færist á næsta / fyrri reit.
- Enter: Staðfestir val.
- Esc: Lokar glugga eða fellilista.
- Ctrl + C / V / X: Afrita, líma, klippa.
- Ctrl + F: Finna texta á síðunni.
Athugið: Ctrl + S vistar ekki færslur í Sarpi – notaðu Vista-hnappa í viðmótinu.
Algengar villur
- Afritað án yfirferðar: Gömul gildi haldast inni.
- Merki í röngum reit: Stjarna eða spurningarmerki virka aðeins í leitarreitum.
- Óviss um réttindi: Ef Vista / Eyða er óvirkt, vantar líklega ritheimild.
- Skrár hlaðast ekki: Leyfðu "pop-ups", hreinsaðu cache og prófaðu annan vafra.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina