Algengar spurningar
Hér eru svör við algengum spurningum sem koma upp við notkun á Sarpi. Spurningarnar eru flokkaðar eftir efnisflokkum.
Finnurðu ekki svarið? Hafðu samband við sarpurhjalp@landskerfi.is
Aðföng
Hvernig geri ég mynd að sjálfgefinni mynd (aðalmyndin)?
- Opnaðu viðkomandi aðfang.
- Farðu í hægri stiku: Veldu filmutáknið
- Veldu myndina sem þú vilt að verði aðalmyndin fyrir færsluna og dragðu hana yfir hina myndina.
- Vistaðu.
Hvernig finn ég gripi sem eru ekki með myndum?
- Farðu í Nánari leit.
- Í reitinn leitarskilyrði: skrifaðu Rafræn skjöl.
- Settu skilyrðið: Er tómt.
Hvernig sé ég hvaða gripir eru í láni?
Undir Tilvísanir á viðkomandi aðfangi sérðu hvaða gripir eru:
- á sýningu
- í láni / tengdir samningum
Af hverju sé ég bara eina mynd þó fleiri séu til?
- Hægra megin við færsluna eru fjögur tákn.
- Smelltu á táknið sem lítur út eins og filma.
- Þar birtast öll skjöl og myndir sem tengjast færslunni.
Hvernig get ég fundið aðföng á ákveðnum varðveislustað?
Flytja út – Excel og skýrslur
Dálkar eru of breiðir í Excel – hvað geri ég?
- Tvísmella á dálkahaus (AutoFit).
- Eða draga breidd handvirkt.
Get ekki hlaðið niður skýrslu – pop-ups lokaðir
Leið 1 – Leyfa fyrir Sarp
- Smelltu á pop-up táknið í vafranum.
- Veldu Always allow pop-ups from this site.
- Endurrræstu vafrann ef þarf.
Leið 2 – Opna almennt fyrir pop-ups
- Chrome → Settings → Privacy & Security → Site Settings → Pop-ups → Allow
Skýrsla eða útflutningur opnast ekki
- Þrengdu úrtak (minni niðurstöður).
- Opnaðu Word/Excel áður en þú sækir skýrsluna.
- Ef gögn koma frá öðrum söfnum gæti það verið aðgangsmál → hafðu samband við RS.
Útflutningur virkar ekki
- Prófaðu bæði Excel útflutning og Word skýrslu.
- Skráðu dæmi ef vandinn helst (t.d. skjámynd, leitar-ID).
Munurinn á "Valdar" og "Allt" í Excel niðurhali
- Sækja valdar = aðeins valdar (bláar) línur + sýnilegir dálkar.
- Sækja allt = öll gögn úr niðurstöðu leitar.
Leit
Af hverju finn ég ekkert eða of mikið?
- Athugaðu að þú sért í réttri einingu (Aðföng / Nafnaskrá / Staðaskrá).
- Byrjaðu vítt með villimerki *.
- Þrengdu með Nánari leit.
- Hreinsaðu eldri skilyrði.
Hvernig virkar Efniorðaskrá?
- Veldu stýrð hugtök úr efniorðaskrá (tesaurus).
- Þetta tryggir samræmi og bætir leitanleika.
Hvernig virka OR / AND / NOT?
- OR = annað hvort gildi
- AND = bæði skilyrði þurfa að vera rétt
- NOT = útiloka gildi
Nánari leit skilar 0 niðurstöðum
- Ýttu á OK og keyrðu aftur.
- Bættu við einum reit, hreinsaðu aðra.
- Athugaðu að þú sért að leita í réttum reit.
Sýningar
Nafnaskráin birtist ekki öll þegar ég reyni að tengja einstakling við sýningu
- Reitir í Sýningar-einingu tengjast Samstarfsaðilar, ekki Nafnaskrá.
- Þú gætir þurft að stofna aðilann í Samstarfsaðilum ef hann tengist ekki aðfangi beint.
- Nafnaskrá er eingöngu fyrir aðila sem tengjast sögulegu samhengi aðfangs.
Útlán
Hvernig skila ég grip sem er ekki lengur í láni?
Til að skila grip úr láni eða af sýningu þarftu að vera í einingunni Skrásett. Þar eru geymdar upplýsingar um aðfang fyrir tiltekinn samning eða sýningu. Þessi atriði geta verið ólík milli samninga/sýninga og eru því skráð í Skrásett en ekki á sjálfu aðfanginu.
Til að skila grip úr láni eða af sýningu er best að smella á hann beint úr töflunni sem þú sérð í Útláninu.
Smelltu á aðfangið eins og sýnt er hér að neðan:

Vertu viss um að þú sért í Skrásett einingunni. Breyttu stöðu í skilað:

Athugaðu að gripurinn er ennþá hluti af samningnum þó honum hafi verið skilað.
Tæknilegt og réttindi
Ég sé ekki ákveðin mód ul t.d. útlán eða sýningar
- Þú ert ekki með tilheyrandi aðgangsheimildir.
- Hafðu samband við RS ef þú átt að hafa aðgang.
Skráargerðir hlaðast ekki / upphleðsla stoppar
- Mælt er með JPG, PNG og PDF.
- Minnka skráarstærð.
- Leyfa pop-ups.
- Prófa annan vafra.
Tákn eða hnappar hverfa
- Endurhlaða síðuna.
- Stilltu zoom á 90–100%.
- Prófaðu annan vafra.
"Vista" eða "Eyða" er óvirkt
- Vantar ritheimild eða færslan er læst.
- Hafðu samband við RS.
Skipta um tungumál eða lykilorð
- Fara í Notendastillingar.
- Tungumál tekur gildi eftir útskráningu + innskráningu.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina