Þjónustusíða

Breytt Fri, 16 Jan kl 10:33 AM

Hvernig á að nota þjónustusíðuna

Velkomin á þjónustusíðu Sarps! Hér finnur þú allar leiðbeiningar, kennslumyndbönd og svör við algengum spurningum. Þessi grein útskýrir hvernig þú nýtir þjónustusíðuna sem best.

Fljótlegar ráðleggingar

  • Notaðu leitarboxið til að finna grein fljótt
  • Skoðaðu flokkana á forsíðunni til að vafra um efni
  • Það þarf ekki innskráningu til að lesa leiðbeiningar

Hvað finnur þú hér?

Námskeið

Á forsíðunni er kassi með "Skráðu þig á námskeið - Grunnnámskeið í Sarpi 4.0" þar sem þú getur bókað þig á námskeið sem eru í boði hverju sinni.

Kennslumyndbönd

Stutt myndbönd sem sýna helstu virkni í Sarpi. Fullkomið fyrir þá sem læra best með því að horfa.

Textaefni

Ítarlegar skref-fyrir-skref leiðbeiningar með skjámyndum. Gott fyrir þá sem vilja nákvæmar upplýsingar.

Algengar spurningar

Svör við algengum spurningum og lausnir á algengum vandamálum.

Efsta valmyndin

Efst á síðunni eru fjórir takkar sem þú getur notað til að fara á milli:

  • Heim - Fer á forsíðu þjónustusíðunnar
  • Leiðbeiningar - Sýnir alla þekkingargruninn flokkaðan
  • Mínar verkbeiðnir - Sýnir þínar verkbeiðnir (þarf innskráningu)
  • Senda inn verkbeiðni - Opnar form til að senda verkbeiðni

Hvernig leita ég að efni?

1. Nota leitarboxið

Stórt leitarbox er mitt á forsíðunni með textanum "Hvernig getum við aðstoðað þig?". Þegar þú byrjar að skrifa:

  • Sláðu inn leitarorð (t.d. "innskráning", "útlán", "myndir")
  • Leitin getur fundið efni í Greinum eða Miðum (verkbeiðnum)
  • Niðurstöður birtast samstundis þegar þú skrifar
  • Smelltu á þá grein sem þú vilt lesa

2. Vafra um "Leiðbeiningar"

Neðan á forsíðunni er kafli sem heitir "Leiðbeiningar" með aðalflokkum

  • BYRJA HÉR - Fyrstu skrefin
    Innskráning, hugtök, flýtileiðir og hvernig viðmótið er uppbyggt
  • Aðföng og skrár
    Lærðu hvernig á að skrá og vinna með gögn
  • Leit og úrvinnsla
    Grunnleit, nánari leit, vistuð leit, töflusýn og útflutningur
  • Umsýsla og ytri vefur
    Sýningar, samningar, forvarsla, fornleifafrannsóknir
  • Kennslumyndbönd
    Stutt myndbönd sem sýna helstu aðgerðir í Sarpi

Smelltu á flokkinn sem hentar þér best til að sjá allar greinar í þeim flokki.

3. Skoða "Vinsælustu greinar"

Neðst á forsíðunni birtast fjórar vinsælustu greinarnar. Þetta eru greinarnar sem flestir lesa.

Að senda inn verkbeiðni

Ef þú finnur ekki svarið við spurningunni þinni eða ef eitthvað virkar ekki rétt, geturðu sent inn verkbeiðni. Það eru þrír staðir þar sem þú getur gert þetta:

  • Smelltu á "Senda inn verkbeiðni" í efstu valmyndinni
  • Eða smelltu á kassann "Sendu inn verkbeiðni" á forsíðunni
  • Eða sendu beint tölvupóst á sarpurhjalp@landskerfi.is

Þegar þú sendir verkbeiðni í gegnum formið:

  1. Fylltu út formið með lýsingu á vandamálinu
  2. Bættu við skjámynd ef það hjálpar til
  3. Þú færð tölvupóst þegar svarað hefur verið
  4. Ef þú ert innskráður geturðu fylgst með verkbeiðninni undir "Mínar verkbeiðnir"

Mikilvægt er að senda bara inn eina verkbeiðni fyrir hvert atvik. Ef ný atvik koma upp þá vinsamlega búið til nýja verkbeiðni. Ekki svara verkbeiðnum sem hafa verið leyst.

Ábending: Innskráning

Þó að þú þurfir ekki að vera innskráður til að lesa leiðbeiningar, þá er gott að vera innskráður þegar þú sendir inn verkbeiðni. Þá getur þú fylgst með öllum þínum verkbeiðnum og svörum við þeim.

Að skrá sig inn á þjónustusíðuna

Ef þú vilt geta fylgst með verkbeiðnum þínum:

  1. Sendu tölvupóst á hjalp@landskerfi.is og biddu um aðgang
  2. Þú færð sent virkjunarbréf með hlekk
  3. Smelltu á hlekkinn og veldu þér lykilorð
  4. Núna getur þú skráð þig inn efst á síðunni

Aðrir hjálparmöguleikar

  • Beinn tölvupóstur: Ef þú vilt ekki nota verkbeiðnakerfið geturðu sent tölvupóst beint á sarpurhjalp@landskerfi.is
  • Facebook spjallhópur: Hópur safnafólks þar sem þú getur deilt reynslu og fengið ráð frá öðrum notendum Sarps. Smelltu hér til að vera meðlimur. Athugið að hópurinn er ekki á vegum Landskerfi bókasafna.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina