Staðaskrá - yfirlit og skráning

Breytt Tue, 28 Okt kl 1:53 PM

Staðaskrá heldur utan um staði, t.d. jarðir og hús sem tengjast aðföngum eða nöfnum. Einnig er tenging við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun HMS til að auðvelda uppflettingar á lóðum/landnúmerum.


Skrá stað

  1. Ef þú hefur leitað að stað og ekki fundið í Staðaskrá Sarps þá er farið í Safnkostur- Staðaskrá. Ef hún sést ekki: opnaðu „hamborgara“-valmynd (☰) og virkjaðu efri flipann.
  2. Smelltu á plúsinn Búa til til að fá upp nýtt skráningarform
  3. Smelltu á Leita í HMS ef um íslenskan stað er að ræða (tákn í hægri spjaldi).
  4. Leitaðu eftir heiti eða landnúmeri í leitarglugganum sem birtist, smelltu á færslur í leitarniðurstöðum til að sjá nánar. Ef um réttan stað er að ræða er smellt á OK neðst til hægri og upplýsingar fyllast sjálfkrafa út.
  5. Þær upplýsingar sem koma sjálfkrafa frá HMS eru Nafn staðar, landnúmer, Póstnúmer, Sveitarfélag og Hnit.
  6. Bættu inn Byggðarheiti, landi og sýslu og fleiri upplýsingum ef vill. 
  7. Veldu tegund staðar.
  8. Hægt er að tengja skjöl við staðinn undir Rafræn skjöl
  9. Undir Ítarupplýsingar er m.a. hægt að bæta við sókn og prestakalli, skrá lýsingu og sögu og tengja við nafnaskrána.
  10. Vistaðu 
  11. Ef staður er ekki í Staðaskrá, t.d. er erlendis eða er t.d. foss þarf að setja inn upplýsingar handvirkt.

Helstu reitir

  • Nafn staðar (t.d. Jörð/Lóð: Austurkot m/Ásakoti).
  • Landnúmer (HMS), Johnsennúmer og/eða fastanúmer ef við á.
  • Sveitarfélag, byggðarheiti, land.
  • Hnit (ISN93/EPSG:3057) – kerfið sýnir jafnframt WGS84 (breidd/lengd) í kortasýn.
  • Tengdir staðir (t.d. eldri sveitarfélög) og tengd aðföng/rannsóknir neðar í skjánum.

Hnit

  • Hnit fylgja oftast með úr HMS 
  • Ef þarf að skrá handvirkt er valið Landshnitakerfi í Tegund. Í Hnitakerfi er valið  ISN93/ISN2016 og svo hnitin sjálf X Y (t.d. 402279 380311) í reitinn Önnur hnit.
  • Kerfið umbreytir og sýnir samsvarandi WGS84 (breidd/lengd) í kortasýn til staðfestingar í reitinum Hnit. 
  • Ef nákvæm hnit eru ekki til staðar er hægt að smella á reitinn Hnit til þess að setja punkt inn á kort - þá þarf að þysja inn með músinni eða + -. Þegar réttur staður er fundinn er hægrismellt með músinni til að setja inn punkt, valið er point og smellt með músinni á viðeigandi stað.
Ábendingar
  • Notaðu Leita í HMS til að staðfesta landnúmer og sveitarfélag/byggðahluta áður en þú vistar.
  • Ef staður tengist rannsóknum eða aðföngum, sérðu listann neðar – smelltu í töflunni til að hoppa í viðkomandi færslu.
  • Gott er að velja strax tegund staðar. T.d. Jörð lóð þegar verið að skrá vegna fornleifarannsóknar
Algengar villur & lausnir
  • „Blár punktur á röngum stað“ — hnit röng eða skráð í röngum reit. Lausn: settu ISN93/2016 X Y í Hnit-reit, vistaðu og sannreyndu í korti.
  • „Fann ekki í HMS“ — ófullt heiti eða rangt landnúmer. Lausn: prófa breiðari leit, staðfesta sveitarfélag og prufa aftur.
  • Ósamræmi í sveitarfélagi — eldri/ný sveitarfélög ruglast. Lausn: notaðu reitina Núverandi og eldri sveitarfélög markvisst og taktu fram ár.
  • Tvöfaldir staðir — sama jörð/lóð skráð tvisvar. Lausn: leita fyrst; sameina hjá stjórnanda ef tvískráð.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina