Á þjónustusíðu Sarps geta starfsmenn safna fundið leiðbeiningar og sent inn verkbeiðnir. Allar verkbeiðnir á að senda á sarpurhjalp@landskerfi.is eða í gegnum verkbeiðnakerfið á síðunni hér.
Það þarf ekki að vera innskráður til að skoða leiðbeiningar eða senda inn verkbeiðni, en við mælum með innskráningu til að auðvelda eftirfylgni.
Að skrá sig inn á þjónustugáttina
- Sendu tölvupóst á hjalp@landskerfi.is til að óska eftir notendaaðgangi.
- Þú færð sent virkjunarbréf með hlekk á þjónustugátt Landskerfis bókasafna.
- Smelltu á hlekkinn í póstinum og veldu þér lykilorð til að virkja innskráningu.
Að finna leiðbeiningar í þjónustugáttinni
Hægt er að skoða allar leiðbeiningar með því að:
- smella á „Leiðbeiningar“ í efri stikunni, eða
- fara á forsíðuna og þar neðar eru leiðbeiningarnar flokkaðar eftir efni undir „Þekkingargrunnur“.

Á forsíðunni er leitarstika sem leitar bæði í verkbeiðnum og leiðbeiningum. Ef óskað er eftir að leita einungis að greinum er hægt að velja þann valkost sérstaklega. Við það að byrja að skrifa leitarorð birtast greinar sem tengjast leitinni.

Að senda inn verkbeiðni án innskráningar
Hægt er að senda inn verkbeiðni án þess að skrá sig inn með því að smella á „Senda inn verkbeiðni“ á forsíðunni.
Þó mælum við með innskráningu þar sem hún auðveldar samskipti og veitir betra yfirlit yfir fyrri og virkar beiðnir.
Spjallhópur á Facebook
Hér er slóð á spjallhóp á Facebook sem er tilvalið að vera meðlimur í. T.d er hægt að biðja um ráð hjá öðru safnafólki, eða deila þekkingu og reynslu sín á milli. Athugið að þessi spjallhópur er ekki á vegum RS.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina