Koma á safn
Í reitnum koma á safn eru færðar inn upplýsingar um t.d. komudag, kaupdag, afhendanda, finnanda og seljanda.

Merking gefanda
Þessi reitur er aðalega notaður af Listasöfnum og birtist á ytri vef.
Fjármál
Hér er skráð inn t.d. matsverð, kaupverð og tryggingarupphæð. Þessi reitur er læstur og sést ekki á milli safna.
Í listanum Tegund er hægt að bæta við fleiri efnisorðum.
Höfundarréttur
Þessar upplýsingar eru mikilvægar fyrir ytri vefinn. Ef fyllt er inn tegund = Höfundaréttur og nafn valið úr nafnaskrá þá birtist nafnið undir viðkomandi ljósmynd á ytri vef. Ef ekkert er valið hér þá birtist heiti á safninu sem höfnundarréttur.
Eigendasaga
Hægt er að skrá fyrri eiganda, núverandi eiganda og gefanda. Ef gefandi á að birtast á ytri vef skal skrá hann í Nafnaskrá. Vilji gefandi ekki birtast á ytri vef má skrá hann hér í eigendasögu.

Tilvísanir
Undir flipanum tilvísanir eru þær tilvísanir sem eru tengdar viðkomandi aðfangi.
Skrásett/Sýningar
Hér er hægt að sjá hvort viðkomandi aðfang er skráð á sýningu. Ef þú smellir á sýninguna getur þú notað hnappinn "Til baka" til að fara beint aftur í aðfangið.
Skrásett/Samningar
Hér er hægt að sjá hvaða samningar tilheyra viðkomandi aðfangi. Athuga að ekki hafa allir heimild til að sjá samninga.
Heimildaskrá
Hér getur þú skráð heimild á aðfang. Athuga ef þú finnur ekki heimildina þarf fyrst að fara í eininguna Heimildaskrá og skrá hana þar. Sjá nánar um að skrá í heimildaskrá hér.

Rannsóknir/Greiningar
Hér sérð þú hvort að aðfangið hafi verið tengt fornleifaskráningu eða rannsókn. Einnig er hægt að tengja aðfang við rannsókn. Ýttu á * til að sjá allar rannsóknir. Ef leita á eftir ákveðni rannsókn er best að skrifa inn númerið á henni.

Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina