Í einingunni Rannsóknir og greiningar er hægt að finna upplýsingar um fornleifarannsóknir og fornleifaskráningar. Leit byggir á sömu meginreglum og í öðrum einingum Sarps. Smelltu á fyrirsögn hér að neðan til að opna eða loka sýnidæmum.
- Fornleifarannsóknir: Í flipanum Aðföng sérðu töflu yfir jarðfundna gripi og sýni sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þú getur smellt á færslu í töflunni til að skoða hana. Með því að halda niðri Ctrl og smella á færsluna opnast hún í nýjum glugga.
- Fornleifaskráning: Í flipanum Aðföng sérðu töflu með fornleifum sem tengjast viðkomandi skráningu. Sama gildir um smelli og Ctrl + smella og í rannsóknareiningunni.
Með því að hægri-smella á gardínuna í horninu hægra megin geturðu skoðað atriðin í töflunni í myndaboxi. Ef þú hefur heimild geturðu skilgreint þína eigin töflu eftir því hvaða reiti þú vilt sjá.

Hvernig finn ég ákveðna fornleifarannsókn eða skráningu?
Smelltu á gírtáknið sem birtist þegar farið er með músina fyrir aftan heitið Rannsóknarheiti og veldu Atriðaskrá.
Þá færðu lista yfir allar rannsóknir sem eru skráðar í Sarp og þú hefur aðgang að. Með því að velja eina rannsókn á listanum og smella á Leit færðu allar niðurstöður með því nafni sem þú valdir.

Þú getur líka valið að fara í Nánari leit og gert eftirfarandi:

Ef þú ert ekki viss hvað rannsóknin heitir en veist staðinn, þá geturðu valið leitarskilyrði eftir stað:

Hvernig finn ég allar rannsóknir frá ákveðnum stjórnanda?
Einfaldasta leiðin er þessi: farðu í reitinn Þátttakendur, smelltu á gírtáknið fyrir framan þátttakandann og veldu Leita eftir gildi – ný leit (eða bæta við ef þú ert nú þegar búin að byggja upp leit).

Með því að fara í Nánari leit sérðu svo eftirfarandi niðurstöður:

Þú getur síðan breytt nafninu á viðkomandi og sett inn annað nafn.
Hvernig leita ég að ákveðnu rannsóknarefni?

Hægt er að setja inn mörg rannsóknarefni og nota AND/OR (og/eða) skipanir til að þrengja eða víkka leitina.

Hvernig vel ég bara fornleifaskráningar?
Einfaldasta leiðin er að velja gírtáknið fyrir aftan orðið Tegund og velja Atriðaskrá.

Hvernig finn ég rannsóknir sem voru framkvæmdar á ákveðnum árum?
Einfaldast er að gera eftirfarandi:

Reitur 1 er fyrsti reiturinn í safnnúmerum og er hann jafnframt notaður sem árið sem rannsókn fór fram.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina