Skrá sýningu og tengja við aðföng

Breytt Mon, 29 Sep kl 2:58 PM

Rétt skráning sýninga tryggir yfirsýn yfir hvaða gripir eru til sýnis, hvar þeir eru staðsettir og hvaða tengdar upplýsingar (t.d. textar, myndir, viðburðir) fylgja. Sýningar einingin heldur utan um fyrri, núverandi og tilvonandi sýningar.


Skrá eða breyta sýningu — skref fyrir skref

  1. Opnaðu Sýningar í valmynd (undir Umsýsla).
  2. Smelltu á Búa til nýja eða leitaðu að sýningu til að breyta.
  3. Fylltu út lykilreiti:
    • Heiti sýningar
    • Tímabil (frá–til)
    • Sýningarstaður (sótt úr einingunni Stofnanir)
    • Tegund sýningar (sérsýning, grunnsýning)
    • Þátttakendur (sýningarstjóri, samstarfsaðilar úr Stofnanir)
    • Staða (fyrirhuguð/hugmynd / í undirbúningi / opin / lokuð)
  4. (Valfrjálst) Skráðu texta og kynningu undir Ítarupplýsingar.
  5. Tengdu heimildaskrá ef við á (t.d. sýningarskrár, bækur).
  6. Vistaðu.

Bæta gripum í sýningu

  • Úr leitarniðurstöðum hægra megin: keyra leit í Aðföngum → finna aðfang eða velja nokkur→ draga & sleppa inn á Tengd aðföng á sýningunni.
  • Vistuð leit: keyra vistaða leit → opna sýningu → bæta niðurstöðum inn.
  • Úr vinnumöppu: dragðu alla gripi úr vinnumöppu yfir í viðkomandi sýningu.


Framsetning gagna

  • Ítarleg sýn – allar upplýsingar og tengingar.
  • Töflusýn – listar margar sýningar með lykilatriðum (heiti, staður, tímabil, fjöldi gripa).
  • Dagatal – sýnir sýningar eftir dagsetningum.

Skjöl og vefbirting

  • Hlaðið upp Rafrænum skjölum (t.d. sýningaráætlanir, texta, myndir).
  • Stilltu sjálfgefna mynd ef sýning á að birtast með myndefni í yfirlitum.

Leit, töflusýn og útflutningur

  • Grunnleit fyrir yfirlit; Nánari leit til að afmarka (Tegund, sýningarstaður, tímabil).
  • Töflusýn: stilltu dálka (t.d. Safnnúmer, Heiti, Lánveitandi, Varðveislustaður).
  • Flytja út: XLS speglar valda dálka og röðun í töflusýn.


Ábendingar
  • Vistaðu töflusýn + vistaða leit til að fá sömu framsetningu í yfirferð og útflutningi.
  • Notaðu reitinn Stofnanir – samstarfsaðilar fyrir samstarfssýningar.
Algengar villur
  • „Engar niðurstöður“ – síur/vistuð leit enn virk. Lausn: hreinsa síur og prófa víðari leit.
  • Gripir sjást ekki í sýningu – ekki vistað eftir að bæta við. Lausn: vista og endurhlaða.
  • Sýningarstaður rangt skráður eða finnst ekki – Sýningarstaður tengist reitnum Stofnanir, ekki nafnaskrá. Stofnanir halda utan um alla samstarfsaðila. Nafnaskrá heldur utan um söguleg nöfn.
  • Tímabil vantar – sýning birtist ekki á réttum degi. Lausn: fylla inn frá–til dagsetningu.
Gátlisti
  • Ertu búin/n að setja tímabil, sýningarstað og stöðu?
  • Voru aðföngum bætt við og vistuð ?
  • Er töflusýn stillt fyrir útflutning?
  • Hefur þú hlaðið upp nauðsynlegum skjölum ?

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina