Heimildaskrá heldur utan um heimildir, s.s. bækur, greinar, skýrslur og vefsíður. Heimildaskráin er sameiginleg fyrir öll söfn sem nota Sarp – ein skráning nýtist því víðar og dregur úr tvíverknaði. Einnig sést í Heimildaskránni hvaða aðföng hafa verið tengd við heimildir á öðrum söfnum.
Hvar finn ég Heimildaskrá?
- Opnaðu Heimildaskrá í valmynd (undir Safnkostur).
- Ef hún sést ekki: opnaðu valmyndina (☰) og virkjaðu flipann.

Framsetning gagna
- Ítarleg sýn – allar upplýsingar um heimildina; tengd aðföng birtast fyrir neðan.
- Töflusýn – listar upp heimildir með helstu reitum (titil, höfund, ár, tegund). Hægt að útfæra eftir þörfum og sækja í Excel.
Skrá nýja heimild
- Leita fyrst hvort heimild er þegar til: sláðu inn titil eða höfund í leitarreit. Veldu heimild ef hún er til.
- Búa til nýja: ef ekkert finnst, veldu + Búa til nýja og smelltu á hnappinn „Leita í Gegni“. Leitað er eftir höfundi eða titli. Þegar rétt heimild er valin er smellt á OK og helstu reitir fyllast sjálfkrafa. Bættu við upplýsingum ef þarf. Ef heimild finnst ekki í Gegni þarf að fylla út helstu reiti (titil, höfund, ár, stað, tegund).
- Vista.

Skráningarreitir (algengustu)
- Titill – heiti heimildar, t.d. „Söguráð íslenskrar listar“.
- Höfundur – nafn höfundar/höfunda, t.d. „Jón Jónsson“.
- Útgáfuár og útgáfustaður – t.d. „2020“, „Reykjavík“.
- Tegund – bók, grein, skýrsla, vefefni o.s.frv.
Tengja heimild við aðfang
- Þegar aðfang er skráð er hægt að tengja heimild undir flipanum Tilvísanir, reiturinn Heimildaskrá.
- Einnig er hægt að tengja fleiri færslur við heimildina beint úr Heimildaskránni með því að smella á plúsinn í töflunni og leita að aðfangi, eða fara í hægri hliðarflipa og draga aðföng beint í töfluna.
Ábendingar
- Leitaðu fyrst að heimild til að forðast tvískráningu – heimildir eru sameiginlegar milli safna.
- Notaðu samræmda skráningu fyrir betri leit.
Algengar villur & þekkt atriði
- „Hnappurinn skrá heimild virkar ekki“ — settu
*í leitarkassann til að sjá allar heimildir. Ef hnappur virkar ekki gæti það verið vegna réttinda notanda. - Gegnir/Leitir-tenging — staða samþættingar getur verið óvirk eða í vinnslu; staðfestu hjá RS ef þarf.
- Fann ekki heimild — rangar síur eða skráð undir öðru heiti; hreinsa síur og prófa víðari leit.
- Tvískráning — leitaðu áður en þú býrð til; samræming/sameining gerð hjá RS.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina