Hægt er að flytja margar myndir beint í Myndabrunn og tengja svo við aðfang/-föng eftirá. Hvort tveggja er gert með einni aðgerð. Ath. Að í upphafi eru myndir minnkaðar í hæfilega stærð og merktar með Sarpsnúmeri.
Framgangsmátinn er eftirfarandi:
Undirbúning:
1. Farið er á „Umsýsla“ og valið „Rafræn skjöl“. Sjá mynd:
2. Á aðgerðastiku er smellt á „Skrá Hraðskráningarsnið“. Sjá mynd:
Þá er hraðskráningarsniðinu útfyllt með þeim upplýsingum sem við á, gefið heiti og síðan smellt á „Skrá Hraðskráningarsnið“. Sjá mynd:
Einnig hægt að nota sér hr.skr.snið sem nú þegar hefur verið stofnað. Farið er í „Vistuð Hraðskráningarsnið“ og valið það hr.skr.snið sem við á. Sjá mynd til útskýringar:
3. Smellt er síðan á hnappinn „Myndainnflutningur“ í Aðgerðarhnöppum 1. Sjá mynd:
Þá opnast gluggi fyrir innflutningsaðgerðina: Sjá mynd:
1. Fyrst valið rétt hraðskráningarsnið ef við á.
2. Síðan er smellt á hnappinn „Velja myndir“.
3. Ath. að ekki skal haka í „Flytja inn Exif upplýsingar mynda“.
4. Síðan valdar réttu myndirnar. Hægt er að velja fleiri myndir í einu við að halda niðri Ctrl- hnapinn á lyklaborðinu
5. Smellt er svo á „Open“
6. Að lokum er smellt á „Hlaða inn“ og fær skrásetjari skilaboð um að Myndunum hefur verið hlaðið upp og aðgerðinni lokið.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina