Innskráning - Einingar - Skráningarform

Breytt Tue, 1 Apr kl 12:56 PM



Innskráning

Við mælum með að nota Google Chrome eða Firefox.

Þú getur valið um að skrá þig inn með notendanafni og lykilorð eða í gegnum Island.is

Velja tungumál Veldu tungumál áður en þú skráir þig inn. Notendaviðmót forritsins þíns er sýnt á því tungumáli sem þú valdir.

Mundu mig Ef þú virkjar valkostinn Mundu mig, verður þú skráð/ur inn þar til þú skráir þig sérstaklega út úr kerfinu. Þú getur notað hlekkinn Gleymt lykilorð til að endurstilla lykilorðið þitt ef þú hefur skráð rétt netfang í kerfið. 

Bæta hlekk við vafra uppáhalds Fyrir framtíðarnotkun mælum við með því að bókmerkja síðuna í vafranum.


Þú getur skoðað öll kennslumyndbönd hér


Einingar

Kerfið skiptist í mismunandi einingar og hver yfireining hefur sínar undireiningar. Dæmi: Safnkostur hefur undireiningarnar aðföng, undirskrár, heimildaskrá, vinnumöppur, staðaskrá, nafnaskrá og rafræn skjöl.

Ef þú hefur aldrei unnið í kerfinu áður opnast upphafsskjárinn með tómum gögnum eða opnum vinstri hliðarflipa til að leita.

Ef þú hefur þegar unnið með forritið opnast skjárinn með síðast breyttu færslunni. Vinstri hliðarflipi sýnir 50 nýjustu breyttu færslurnar.

 

Valröndin er efst í viðmótinu.  Þú getur notað hana til að fara á milli efna og eininga.

"Hamborgara" tákn hægra megin á valröndinni er hægt að opna eða loka.

Til baka skipunin, hægra megin í valröndinni, skilar þér aftur í síðast opnuðu eininguna/færsluna.

*Aðgangur að einingum

Fjöldi eininga sem sjást í valröndinni fer eftir aðgangsréttindum notandans. Einingar sem notandi hefur ekki leyfi til að vinna í birtast ekki í valröndinni.

  

Skráningarform

Í skráningarforminu er hægt að búa til, breyta og/eða bæta við grunnupplýsingum um aðfang.

Skráningarformið skiptist í tvo hluta.  Efri hlutinn er staðlaður á milli aðfangategunda en neðri hlutinn inniheldur ítarlegri upplýsingar fyrir viðeigandi aðfangategund.

Valmyndir og flipar geta því verið mismunandi eftir aðfangategundum.

 


Haus

Hausinn, í efra hægra horninu, inniheldur stöðuupplýsingar um valda færslu og er sýndur með áherslulit forritsins

Hausinn inniheldur:

*   Auðkenningsnúmer færslunnar (ID), sem er sjálfkrafa búið til.

*   Notendanafn þess sem síðast breytti færslunni.

*   Dagsetningu og tíma síðustu breytinga á færslunni.

*   Þegar ný færsla er búin til er staðan tómt og hausinn sýnir skilaboðin "Ný færsla".  Eftir fyrstu vistun er staðan búin til.

 

Breytingarsaga

Með því að smella á stöðuupplýsingarnar opnast gluggi sem sýnir allar breytingar á færslunni. 

Fótur

Fóturinn, neðst í skráningarforminu, inniheldur ýmis tákn fyrir skráningu á gögnum og tákn fyrir mismunandi skoðun/sýn. 


Búa til, afrita, eyða

Táknin vinstra megin í fætinum leyfa þér að búa til, afrita eða eyða færslu. Ef þú heldur bendlinum yfir táknin sýnir forritið skýringu á tákninu.

Athugið: Notandi getur aðeins búið til, afritað og eytt færslum ef hann hefur réttindi til þess. Til dæmis, ef notandi hefur aðeins lestraréttindi í einingu, getur viðkomandi ekki breytt eða eytt færslunni.


Vista færslu, afturkalla, hafna öllum breytingum

Smelltu á vistunartáknið til að vista allar breytingar á færslunni.

Afturkalla og endurtaka táknin gera þér kleift að afturkalla eða endurtaka breytingar skref fyrir skref frá síðustu vistun.

Smelltu á hafna táknið til að hafna öllum breytingum á færslunni frá síðustu vistun.


Virkir / óvirkir takkar

 Svart tákn eða takkar með svörtu letri eru veljanlegir. Ljósgrá tákn og takkar eru óvirkir.

Flytja út

Flytja út táknið gerir þér kleift að flytja út gögn úr valdri færslu/m í ýmsis sniðmát. Sniðmátin eru myndskrár, XML, CSV, Json, Microsoft Word og Excel. Athuga það getur verið mismunandi eftir einingum hvaða sniðmát eru í boði. Skýrsluformin sjálf þarf að sérhanna og er það gert hjá sérfræðingum RS.

Leiðarvísir á milli færslna

Notaðu örvatáknin til að fletta í gegnum valmöguleikana eða fara í byrjun eða enda. Talan hér sýnir annaðhvort allt eða það sem þú valdir í leitarskilyrðum.



Velja sýn

Í fætinum eru tákn til að velja mismunandi sýn á gögnunum.  Fáanleg sýn eru háð einingunni og geta verið mismunandi eftir því hvaða einingu notandinn er í. 

Helstu möguleikar í viðmótinu eru: Skoða nánar, tölfusýn, myndasýn og kortasýn




Vinstri hliðarflipi

Vinstri hliðarflipinn er undir valmyndinni, vinstra megin við skráningarformið. Þessi valmynd er notuð við leit.  Smelltu á stækkunarglerið til að opna/loka leitinni. 

 

Leit

Í "Leit" reitnum geturðu leitað með leitarorðum í öllu textum í færslunum.  Með "nánari leit" opnast gluggi þar sem þú getur fínstillt leitarniðurstöðurnar. Athuga að heildarleitin leitar í mörgum reitum.

Nánari útskýringar á leitinni má finna í kennslumyndbandi eða í kafla xxx

 

Flokkuð leit og efnisorðaskrá

Eftir því hvaða eining er valin, býður vinstri hliðarflipinn upp á flokkaða leit og efnisorðaskrá. Með flokkaðri leit getur notandi síað niðurstöðurnar enn frekar. Efnisorðaskrá gerir þér kleift að leita í öllum orðalistum sem eru tiltækir í viðkomandi einingu.  

 

Flytja út

Með Flytja út tákninu neðst í vinstri hliðarflipanum getur þú flutt út allar eða valdar færslur úr núverandi leitarniðurstöðum. Möguleg snið eru myndskrár, XML, CSV, Json, Microsoft Word og Excel.  Möguleg snið eru háð stillingum og hvaða skýrsluform hefur verið búið til.


Hægri hliðarflipi

Hægri hliðarflipinn gerir þér kleift að tengja skrár við færsluna þína. Virkni flipans fer eftir því hvaða einingu þú ert í og hvernig kerfið er stillt. 

  Í flipanum er t.d. hægt að tengja myndir, myndbönd eða skjöl við færsluna. Notaðu "+" takkann til að bæta við nýju rafrænu efni. 


 Til að fá fleiri valkosti er hægt að hægrismella á myndina. Þar geturðu valið:  Sjálfgefin mynd, Opna, Vista sem, Vista sem Outlook tölvupóst, Uppfæra eða Snúa við vali


Þú getur valið margar skrár í einu með því að halda Ctrl takkanum inni meðan þú velur þær. Þá birtist aðeins "Vista sem" og "Vista sem Outlook tölvupóst".

Í sumum einingum geturðu leitað í öðrum einingum og tengt færslur við valda færslu.  Þú sérð þennan eiginleika annaðhvort með stækkunargleri eða tákni viðkomandi einingar.

Í kerfinu er sérstakur eiginleiki í hægri hliðarflipanum:  Tilvísunavafri í aðfanga einingunni.  Þessi möguleiki sýnir allar tilvísanir í aðrar einingar fyrir hverja færslu.


Bæta mynd við færslu

Til að velja mynd í færslu skaltu hægrismella á myndina í hægri hliðarflipanum, smella á "Nota sem sjálfgefin mynd" og staðfesta með því að smella á vista.


Mismunandi sýn á gögnum

Mismunandi sýn á gögnunum fer eftir hvar notandinn er staddur í kerfinu. 

 „Nánari sýn“ táknið er aðal skráningarformið.

Með því að smella á  töflusýn opnast allar færslur sem eru í vinstri hliparflipanum í töflusýn.

Myndasýn, gefur möguleika á að sjá færslur með litlum, miðlungs eða stórum myndum.

Kortasýn sýnir færslur í landfræðilegri staðsetningu (ef hnit hafa verið skráð í færsluna)

Vefsýn og stjórnborð  opna gögn eða skrár í samsvarandi sýn.



Töflu sýn  Töflusýn sýnir lista yfir leitarniðurstöðurnar þínar úr vinstri hliðarflipanum. 



Hamborgara valmynd í töflu sýn  Hamborgara/gardínu táknið efst til hægri í töflunni gerir notandanum kleift að fela og/eða bæta við reitum í töfluna. 

Valkosturinn "Excel Flytja út" í enda listans leyfir notanda að taka út núverandi töflu beint í Excel skrá.


Sérsniðin töflu uppsetning

Mögulegt er að sérsníða ákveðna töflusýn.

Gögnin eru þau sömu, en framsetning þeirra getur verið sérsniðin fyrir einstaka notendur og/eða söfn. Til að gera þetta þarf að hægri smella á hamborgatáknið í töflusýninni og velja skilgreina töflu - Vista sem (eftir að notandinn er sáttur við töfluna eins og hún lítur út). Notandi getur valið að haka við "einka" ef taflan á aðeins að birtast þeim eða ef ekkert er valið birtist hún öllum sem vinna innan safnsins. 

Athugið !
Til að búa til og vista sérsniðin töfluútsýni þarf notandi að hafa viðeigandi aðgangsréttindi.

 

Breyta gögnum í töfluútsýni

Töflusýn býður upp á aukin möguleika til að breyta gögnum.  Þegar bendilinn er færður yfir röð í töflunni birtast þrír takkar hægra megin við röðina: 

Fyrsta táknið, nánari sýn, opnar færsluna í því sjónarhorni sem notandinn er vanur.

Blýanturinn / breyta táknið gerir notandanum kleift að breyta upplýsingum á auðveldan hátt. Sprettigluggi opnast fyrir valda færslu. Hægt er að nota  teljarann neðst í sprettiglugganum til að fara í næstu færslu í töflunni.  Þetta er gagnlegt til að breyta öllum færslum í leitarniðurstöðum í röð.

Eyða táknið Smelltu á ruslatunnutáknið til að eyða færslunni.   Athugið að færslan er eydd (eða færð í eytt gagnasafn) eftir staðfestingu.

 












Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina