Útflutningur í Excel gerir skrásetjara kleyft að flytja allar valdar skráningar yfir í Excel. Öll skráningaratriði í skráningarsniðinu fylgja, ekki er leyft að velja ákveðin atriði út. Þessi aðgerð veitir aðgengilegt yfirlit yfir margar skráningar í einu. Útflutningasniðið í Excel er tvíþætt. Fremri flipinn með heitinu „Til innflutnings“ inniheldur skráningar eingöngu úr opnum reitum og hér er ekki hægt að breyta upplýsingum úr töflunum eins og Nafnaskrá, Staðarskrá og Efnisorð eða öðrum atriðum sem breytanleg eru með „Breyta“-hnappnum í aðgerðastikunni (sjá „Minnisblað fyrir Fjölvar í yfirliti) fyrir frekari útskýringar) . Sjá mynd:
Útflutningur í Excel
Til að flytja skráningar út í Excel:
1. Veldu viðeigandi færslur eða smelltu á „Velja/afvelja sýnileg“ til að velja öll sýnileg aðföng í yfirlitsglugganum. Smelltu síðan á „Flytja í Excel“. Sjá mynd til útskýringar:
2. Þá færist skrásetjari sjálfkrafa yfir í Rafræn skjöl (Excel), en hægt er að finna skjölin með því að fara í Umsýsla-> Rafræn skjöl-> Excel (flipi). Nýjasta skjalið birtist efst. Sjá mynd:
3. Tvísmelltu á efstu línuna með viðeigandi heiti og kerfið hleður skráningunum niður í Excel. Sjá mynd: (rammi utan um efsta skjalið sem verið er að hlaða niður)
Innflutningur í Excel:
Fyrir frekari upplýsingar um fjöldainnflutning yfir í Excel hafðu samband við fagstjóra Sarps.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina