Yfirlitsgluggar

Breytt Fri, 30 Jún, 2023 kl 11:50 AM

Yfirlitsgluggi undirskráa gegnir því hlutverki að hafa yfirsýn yfir innihald hverrar undirskrár og vinna með tengd gögn á ýmsan hátt og lítur svona út:

 

 Notkun:


Glugginn skiptist upp í fimm láréttar einingar. Sjá mynd:

 

1. Aðgerðastika: Hér eru staðsettir hnappar sem hafa mismunandi hlutverki að gegna. Sameiginlegt með þeim öllum er að ein eða fleiri færslur verða að vera valdar til að hægt sé að framkvæma einhverja af aðgerðunum.

 

2.    Dálkaheiti: Þessi heiti samsvara skráningarreitum í Grunnupplýsingum aðfangasniðsins og er hægt að kalla fram í gluggann önnur dálkaheiti í sniðinu með lista sem birtist ef bendillinn er settur á reitinn og smellt á pílu yst t.h. í einhverjum dálkanna. Einnig er hægt að raða gögnunum með því að smella á pílu fyrir miðjum dálkinum og víkka/þrengja hann með því að smella á mörkin milli dálkanna og draga til hliðar.

 

3. Birtingargluggi: Hér birtast upplýsingar um gögnin í undirskránni. Sjá mynd:

 

4.    Leitarstika: Hér er leitað eftir ákveðnum upplýsingum í ákveðnum reitum. Orðið sem leitað er að er slegið inn í reitinn „Finna“ og dálkurinn sem leita á í er valinn úr listanum þar við hliðina. (mynd) Hægt er að víkka leitina með %-merki fremst á undan orði eða orðhluta. Dæmi: [%ausa] (mynd 5) Í númeradálkum er t.d. hægt að þrengja leið með að setja bandstrik beggja vegna við leitaratriði. Dæmi: [-92-]

 

5.    Flettistika: Hér er hægt að stilla fjölda línubirtinga í birtingarglugga, fletta fram og til baka milli síðna með < >, fara á upphaf eða enda undirskrár með I< >I, fara á ákveðna síðu (mynd) og uppfæra innihald gluggans með hringpílum.

 

 

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina