Möppur

Breytt Fri, 30 Jún, 2023 kl 11:49 AM

Möppur er verkfæri til að halda tímabundið utan um ákveðið mengi aðfangafærslna og vinna með færslurnar þar. Sem dæmi er hægt að deila aðgangi að möppu með fleiri notendum Sarps án tillits til hjá hvaða safni notandinn er skráður. Yfirlit yfir möppur viðkomandi skráningaraðila er opnunarsíða Sarps við innskráningu. Einnig er hægt að nálgast möppuyfirlitið undir „Listar“ og velja „Möppur“.

Stofna möppu:

1. Þegar stofnuð er ný mappa er smellt á „Ný mappa“ í aðgerðastiku möppuyfirlits.



2. Þá opnast lítill skráningargluggi þar sem möppunni er gefið nafn og skrifuð stutt lýsing á notkun og innihaldi og smellt á „Skrá möppu“.



3. Mappan opnast og hægt er að deila henni með öðrum eða vinna með færslur í henni. Hægt er að tengja aðföng í möppu úr yfirlitsglugga aðfanga, úr aðfangasniði eða frá möppu:


Yfirlit yfir notkunarmöguleika mappa í Sarpi:

  1. Deila aðgangi að þessari möppu með öðrum Sarpsaðilum.
  2. Bæta aðföngum við möppuna.
  3. Tengja valdar færslur í möppunni við aðra möppu.
  4. Velja allar sýnilegar færslur í möppunni eða hreinsa val af öllum sýnilegum færslum.
  5. Hér er hægt að stofna nýja möppu. Sjá mynd til útskýringar:

 

 

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina