Hér má sjá myndbönd um heildarleit og nánari leit
Þegar gerð er heildarleit (Fulltext search) fer kerfið í gegnum eftirfarandi reiti:
- Fyrsta nafn með hæsta forgang
- Millinafn með miðlungs forgang
- Efsta nafn með lágan forgang
- Annað nafn með miðlungs forgang
- Fæðingar- og dánarár
- Heiti stofnunar með lágan forgang
- Kennitölu með lágan forgang
Niðurstöður leitar eru raðaðar samkvæmt íslenskum stafrófi, sem fylgir íslensku nafnaformi "Fornafn, Millinafn Eftirnafn" (ekki "Eftirnafn, Fornnafn").
Ef þú vilt raða ákveðnu hluta nafnsins, geturðu valið röðunarvalkost.
Ef þú leitar að ákveðnu nafni eins og Jón Jónsson, geturðu sett það í "" í heildarleit.
Leit í tilvísunarreitum
Þegar leitað er að nafni sýnir kerfið niðurstöður með tilliti til mikilvægi/forgangs sem var skilgreindur hér að ofan.
Þess vegna eru niðurstöður ekki sýndar í stafrófsröð, sem er eðlilegt.
Þú getur ekki notað "" hér.
Heildarleit (Fulltext search)
Heildarleit þýðir í raun að leitin leitar í öllum reitum í viðkomandi einingu.
Virkni | Lýsing |
* | Stjarnan er staðgengill (wildcard) fyrir hvaða streng sem er. Ef þú slærð inn * í leitarreitinn er hægt að finna allar skrár núverandi einingar. * er hægt að setja í upphafi, í miðju og í enda leitarorðs. |
" " | Notaðu gæsalappir til að finna allar skrár þar sem þú vilt leita nákvæmlega að ákveðnu heiti eða ákveðinni röð hugtaka. Ef þú sameinar nokkur heiti þurfa þau að vera í nákvæmlega þessari röð í ákveðnu sviði. ”Olía” finnur: Olía, Olía á pappír; finnur ekki: Olíur |
OR | OR finnur hugtök sem valmöguleika, en ekki sem útilokunarskilyrði. |
AND | AND finnur orð sem valmöguleika til að bæta við leitina. |
NOT | NOT útilokar hugtök úr leitinni þinni. |
Safnasía
Safnasían er til að þrengja valmöguleikan eftir ákveðnum söfnum.
Vistuð leit
Notandi er með sjálfgefna vistaða leit á sínu safni. Sem þýðir að notandinn sér eingöngu aðföng sem tilheyra hans safni. Ef þú tekur af vistaða leit sérðu öll aðföng allra safna. Þú getur líka búið til þína eigin vistaða leit.
Röðun reita
Þessi eiginleiki gerir notendum kleift að raða leitarniðurstöðum samkvæmt ákveðnum gildum í hækkandi eða lækkandi röð.
Flokkuð leit
Notandi getur síað eftir fyrirfram skilgreindum flokkum eða hugtökum, sem eykur nákvæmni leitarniðurstaðna.
Efnisorðaskrá
Notendur geta nýtt sér efnisorðaskrá til að leita að sérstökum orðahópum, sem eykur viðeigandi leitarniðurstöður.
Nánari leit (Advanced search)
Nánari leit gerir notanda kleift að búa til flóknari leitarskilyrði og leita í öllum reitum, bæði í þeirri einingu sem notandinn er í en einnig í öðrum tengdum einingum.
Virkni | Lýsing |
Stærra en | Finnur allar skrár með gildum sem eru stærri en tilgreind viðmið (tölulega og stafrófslega). 20.000 finnur allar skrár með gildi stærra en 20.000. |
Stærra en eða jafnt og | Finnur allar skrár þar sem gildi er jafnt eða stærra en viðmiðið (tölulega og stafrófslega). |
Minna en | Finnur allar skrár þar sem gildi er minna en viðmiðið (tölulega og stafrófslega). |
Minna en eða jafnt og | Finnur allar skrár þar sem gildi er jafnt eða minna en viðmiðið (tölulega og stafrófslega). |
Jafnt og | Finnur allar skrár þar sem innihald svæðis samsvarar viðmiðinu. |
Jafnt og (nákvæm orðaröð) | Leitaraðgerð fyrir texta- og sýndarreitir. Leitar nákvæmlega eftir uppgefna leitarorðinu, þ.m.t. sértákn (án bila). |
Jafnt og (Term) | Finnur allar skrár þar sem hugtaksvæði samsvarar viðmiðinu. |
Jafngildir ekki (Term) | Finnur allar skrár þar sem ekkert hugtaksvæði samsvarar viðmiðinu. |
Jafngildir ekki | Finnur allar skrár þar sem innihaldsvæði samsvarar ekki viðmiðinu. |
Er tómt | Finnur allar skrár þar sem svæði er ekki fyllt. |
Er ekki tómt | Finnur allar skrár þar sem svæði er fyllt. |
Inniheldur | Finnur allar skrár þar sem einhver hluti innihaldsvæðis samsvarar viðmiðinu. |
Inniheldur (nákvæm orðaröð) | Leitaraðgerð fyrir texta- og sýndarreitir. Leitar nákvæmlega eftir uppgefna leitarorðinu, þ.m.t. sértákn (án bila). |
Inniheldur ekki | Finnur allar skrár þar sem enginn hluti innihaldsvæðis samsvarar viðmiðinu. |
Byrjar á (Term) | Finnur allar skrár þar sem hvaða hugtaksinnihald sem er byrjar á viðmiðinu. |
Byrjar á | Finnur allar skrár þar sem innihaldsvæði byrjar á viðmiðinu. |
Byrjar ekki á | Finnur allar skrár þar sem innihaldsvæði byrjar ekki á viðmiðinu. |
Byrjar ekki á (Term) | Finnur allar skrár þar sem hvaða hugtaksinnihald sem er byrjar ekki á við |
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina