Helstu einingar og tengingar
Einingarnar hér að neðan vinna saman. Aðföng eru tengd við sýningar eða samninga, en upplýsingar um aðfang í þessu samhengi eru skráðar í Skrásett.
- Sýningar – skráning innanhússýninga: tímabil, staðsetning og tengd aðföng. Aðföng eru bætt á sýningu beint eða úr leitarniðurstöðum.
- Samningar – formleg innlán og útlán: skilmálar, ábyrgðir, tryggingar og skjöl. Aðilar eru sóttir úr Stofnunum – samstarfsaðilum.
- Skrásett – geymir sértækar upplýsingar um aðfang í samhengi sýningar eða samnings/láns (staða, rými, meðhöndlun, tryggingar, ástand o.fl.). Hentar sérstaklega fyrir stöðuyfirlit, yfirferð og árekstraprófanir.
- Forvarsla – ástandsskráning, greining og aðgerðir.
- Flutningar – flytur mörg aðföng milli staða í einni aðgerð (tímasparnaður og betri rekjanleiki).
- Búnaður – utanumhald um umbúðir, festingar og annan búnað sem tengist sýningum og flutningum.
- Rannsóknir / Greiningar – stofnskráning fyrir fornleifarannsóknir og fornleifaskráningu; tengist aðföngum, stöðum og rafrænum skjölum.
MIKILVÆGT AÐ MUNA
Aðföng eru aldrei búin til eða tengd í Skrásett.
Aðföng eru tengd í Sýningum eða Samningum.
Skrásett er notað til að bæta upplýsingum við aðfangið í þessu samhengi.
Dæmigerð vinnuferli
Hér að neðan eru algeng vinnuferli sem sýna rétta röð skrefa og hvar upplýsingar eru skráðar.
- Sýning með láni:
Stofna Sýningu → stofna Samning (innlán/útlán) og tengja við sýninguna → bæta aðföngum á sýninguna.
Skrá síðan stöðu, rými, meðhöndlun, tryggingar og ástand fyrir hvert aðfang í Skrásett. - Innanhússýning (án láns):
Stofna Sýningu → bæta aðföngum á sýninguna → opna Skrásett og fylla út upplýsingar um hvert aðfang (t.d. staða, rými, við sýningu). - Lán án sýningar:
Stofna Samning → tengja aðföng við samning → skrá í Skrásett upplýsingar um stöðu, tryggingar, komuástand og skil. - Flutningur:
Opna Flutningar → velja upphafs- og áfangastað → bæta við mörgum aðföngum → staðfesta. Staðsetning uppfærist sjálfkrafa og tengist Skrásett. - Ástand / forvarsla:
Opna Forvörslu eða Skrásett-færslu → skrá komuástand eða ástand við brottför → vista og tengja við viðkomandi samning eða sýningu. - Skrásett – yfirlit og eftirfylgni:
Nota Skrásett til að fá heildaryfirlit, vinna með stöðu, finna árekstra (t.d. aðfang skráð á sýningu á sama tíma og óskað er eftir láni) og útbúa stöðuskýrslur.
Gátlisti
- Ertu í réttri einingu (Sýningar / Samningar / Skrásett / Forvarsla / Flutningar)?
- Eru síur hreinsaðar áður en þú byrjar nýja leit?
- Eru skjöl vistuð á réttum stað (samningar, tryggingar, ástandsskýrslur)?
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina