Hvað er Skrásett?
Skrásett tengir saman Aðföng við Sýningar og Samninga.
Þú býrð ekki til Skrásett-færslu handvirkt. Skrásett-færsla verður sjálfkrafa til þegar:
- aðfangi er bætt á Sýningu, eða
- aðfangi er bætt í Samning.
Sama aðfang getur komið oftar en einu sinni fyrir í Skrásett, t.d. ef það:
- er á fleiri en einni sýningu
- hefur verið lánað oftar en einu sinni.
Í Skrásett eru skráðar sértækar upplýsingar sem gilda aðeins í þessu samhengi, t.d.:
- staða aðfangs
- tryggingar og skilmálar
- flutningar og ástand
- meðhöndlun og framsetning
Hlutverk Skrásett
Hlutverk Skrásett er að geyma upplýsingar um aðfang í samhengi tiltekinnar sýningar eða samnings/láns.
Gildi í Skrásett:
- geta verið ólík milli verkefna
- eiga ekki við aðfangið almennt
Tegund aðfangs
Tegund aðfangs segir hvers eðlis verkefnið er.
Þessi reitur breytist yfirleitt ekki eftir að hann er valinn.
Veldu eitt af eftirfarandi:
Safngripur (í safneign)
Aðfang sem safnið á sjálft, t.d. á eigin sýningu.
Útlán
Aðfang í safneign sem er lánað til annars safns eða aðila.
Innlán
Aðfang sem safnið hefur fengið að láni frá öðru safni eða aðila (Ath þetta aðfang er ekki skráð í aðfanga eininguna þar sem það er ekki hluti af safneign viðkomandi safns en það vær skráningu í Skrásett til að halda utan um stöðu þess við viðkomandi lánastofnun.)
Staða
Staða segir hvar aðfangið er núna.
Staða breytist eftir því sem aðfang færist milli aðstæðna.
Safnið notar eftirfarandi stöður:
Innanhús
Aðfangið er hjá safninu (á sýningu, í geymslu eða í vinnslu).
Í láni
Aðfangið er tímabundið í láni.
Gildir bæði fyrir innlán og útlán.
Skilað
Aðfang sem var í láni hefur verið skilað og er ekki lengur í láni.
Staða segir hvar aðfangið er núna.
Tryggingar / Lánsgjald
Í þessum flipa er hægt að:
- tengja Skrásett við samning
- stofna nýjan samning
- skrá tryggingar og lánsgjöld
- afrita tryggingarverðmæti úr Aðföngum (ef það er skráð þar)
Atburðir / Árekstrar
Sýnir hvort:
- aðfang er skráð í fleiri verkefni á sama tíma, t.d. á sýningu.
- dagsetningar skarast
Smelltu á Uppfæra til að endurlesa upplýsingar.
Hreyfing / Ástand
Notað til að:
- tengja flutninga
- skrá ástand við komu og skil
- búa til ástandsskýrslu (Forvarsla)
Meðhöndlun og Framsetning
Hér eru skráðar:
- meðhöndlunarkröfur
- framsetningarskilyrði (ljós, raki, hitastig o.fl.)
Hægt er að afrita gögn úr Aðföngum.
Hluti (Section) – valfrjálst
Hluti (Section) er notaður til að flokka aðföng innan einnar sýningar, ef sýning er skipt í skýra hluta.
- reiturinn er valfrjáls
- má skilja eftir tóman
- er ekki almennur listi fyrir allar sýningar
Dæmigerð vinnuferli
Frá sýningu að Skrásett
- Búa til sýningu
- Bæta aðföngum á sýningu
- Opna Skrásett-færslu
- Stilla Tegund aðfangs og Stöðu
- Fylla út tryggingar og meðhöndlun
- Vista
Útlán eða innlán
- Opna Skrásett
- „Stofna samning“ eða tengja núverandi
- Skrá skilmála, tryggingar og gjöld
- Vista
Flutningur og ástand
- Skrá flutninga í Flutningar-einingu
- Búa til ástandsskýrslu (Forvarsla) í Skrásett
- Tengingar birtast sjálfkrafa
Leit, sýnir og útflutningur
- Notaðu Grunnleit og Nánari leit
- Vistuð leit er sérstaklega gagnleg til að skoða lán
- Ef vistaða leit vantar fyrir þitt safn, hafðu samband við starfsfólk RS
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina