Skrásett tengir saman Aðföng í gegnum Sýningar og Samninga. Þú býrð ekki til Skrásett-færslu beint; hún verður til sjálfkrafa þegar aðfangi er bætt á sýningu eða í samning.
Allar tengdar upplýsingar (t.d. skilmálar, tryggingar, meðhöndlun) eru síðan skráðar í færsluna í Skrásett einingunni. Þú getur verið með sama aðfangið skráð nokkrum sinnum í Skrásett einingunni, ef það t.d. hefur verið á fleiri en einni sýningu þar sem meðhöndlun getur verið ólík og samningar og lántakandi ekki sá sami. Skrásett heldur því utan um sérstakar upplýsingar á meðan og þegar aðfang fer í útlán eða á innanhús sýningu.
Hlutverk Skrásett: að geyma upplýsingar um grip í samhengi tiltekinnar sýningar eða samnings/láns — gildin geta því verið ólík á milli verkefna. Lætur vita af "árekstrum", t.d. ef að gripur er skráður á sýningu á sama tíma og óskað er eftir að fá hann í láni.
Hvar finn ég Skrásett?
- Opnaðu Umsýslu í valmynd og veldu Skrásett (Registrar) (á sama svæði og Sýningar og Samningar).
- Hugsaðu einingarnar sem þríhyrning: Sýningar og Samningar neðst, Skrásett efst — þar „mætast“ upplýsingarnar fyrir hvern grip.
Skrá eða breyta Skrásett færslu — skref fyrir skref
- Búa til færslu (samning eða sýningu) : bættu aðfangi á sýningu eða í samning — þá myndast Skrásett-færsla.
- Opna Skrásett: sjá tengingar við aðfang og sýningu (eða samning ef engin sýning).
- Grunnreitir: Tegund aðfangs (inn/út — safngripur í safni - miðast við „Innra/Ytra“), Staða (stýrir Stjórnborði "Board-view"), Númer, Rými, skráarnúmer, forgangur o.fl. Gögnin birtast í töflunni aðföng á sýningunni og sjálfgefin mynd aðfangs sést hægra megin.
- Tryggingar/Lánsgjald: flipinn Tryggingar / Lánsgjald leyfir að stofna samning beint („Útbúa samning“) eða tengja núverandi samning. Hér getur þú líka afritað tryggingaverðmæti úr Aðföngum (ef það hefur verið skráð inn).
- Atburðir / Árekstrar: í Atburðir / Árekstrar → „Uppfæra…“ til að sjá aðrar sýningar og skörun dagsetninga; „Síðast uppfært“ sýnir hvenær var uppfært.
- Flutningur / Ástand: tengingar við Flutningar myndast þegar skilyrði passa; hægt er að búa til ástandsskýrslu (Forvarsla) með hnappi — skráin tengist Skrásett.
- Meðhöndlun: ; „Afrita gögn um aðfang“ afritar samsvarandi gögn og stillingar (m.a. raka/hita/lýsingu í ástand) úr aðfangi.
- Vista.
Flýtileiðir
- Í Skrásett: veldu efst til hægri Flýtvísun „Skoða aðföng á sýningu á sjónborði“ opnar alla gripi með sömu tilvísun; Sjónborð er alltaf síað eftir Stöðu.
- Í Sýningum og Samningum: samsvarandi flýtileiðir opna Skrásett með réttri síu og setja hana sjálfvirkt í Vistuð leit vinstra megin þar til hún er fjarlægð.
- Byrjaðu á að bæta gripum á sýningu/samning — þá myndast Skrásett-færsla sem þú fínstillir síðan.
- Notaðu Staða markvisst (t.d. „í undirbúningi“, „kominn“, „skilað“) — það ræður flokkum í Stjórnborð framsetningunni.
- „Afrita tryggingarupphæð“ nær í tryggingaverðmæti úr Aðföngum .
- Ef sýning hefur fleiri sýningarstaði eða tímabil skarast: keyrðu „Uppfæra atburði / árekstra “ og skoðaðu „Síðast uppfært“.
- „Stofna samning“ stofnar samning beint og tengir við Skrásett; eða vísa í núverandi samning.
- „Hvar er Skrásett?“ — Skrásett er undir Umsýsla; færsla myndast þegar grip er bætt á sýningu/samning.
- Óljós Stöðu-listi — samræmið orðalistann (Efnisorð) fyrir staða. Sendið ábendingar á RS.
- „Of mörg aðföng birtast“ — þrengdu leit/síur eða notaðu flýtileiðir úr Sýningu/Samningi.
- Samningsgögn gleymast — hlaðið undirrituðum skjölum/tryggingum inn á samning í Rafræn skjöl og haldið tengingunni úr Skrásett.
- Frá sýningu að Skrásett: búa til sýningu → bæta inn gripum → opna Skrásett → stilla Tegund aðfangs/Stöðu → fylla út tryggingar/gjöld og meðhöndlun → vista.
- Útlán eða innlán: í Skrásett → „Stofna samning“ (eða tengja núverandi) → skilmálar/tryggingar/gjöld → vista.
- Flutningur & ástand: skrá flutninga (Flutningar einingin) og búa til ástandsskýrslu (Forvarsla) með hnappi; tengingar koma sjálfkrafa í Skrásett.
- Árekstrar og atburðir: „Uppfæra atburði/árekstra“ til að yfirfara aðra staði og skörun tímabila; endurlesa við breytingar.
Leit, sýnir og útflutningur
- Notaðu Grunnleit og Nánari leit í Skrásett; Stjórnborð gefur stöðuyfirlit, Töflusýn hentar fyrir yfirferð og Flytja út (XLS fylgir töflusýn).
- Flýtileiðir úr Sýningu/Samningi setja síu sjálfvirkt í Leit vinstra megin.
- Eru Tegund aðfangs, Staða og númer rétt?
- Er samningur tengdur eða stofnaður — og skjöl vistuð?
- Viltu afrita tryggingaverðmæti úr Aðföngum?
- Á að búa til ástandsskýrslu frá Skrásett (Forvarsla)?
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina