Flytja út gögn

Breytt Thu, 15 Jan kl 12:02 PM

Útflutningur úr töflusýn í excel skilar niðurstöðum leitar nákvæmlega eins og þær birtast í töflunni: valdir dálkar, núverandi röðun og virkar síur ráða innihaldi Excel-skrárinnar.

Útflutningur í tilbúnar skýrslur (Word eða Excel) notar fyrirfram skilgreind sniðmát sem unnin eru af sérfræðingum Rekstrarfélags Sarps.

Undirbúningur

  • Veldu rétta einingu (t.d. Aðföng, Rafræn skjöl, Nafnaskrá).
  • Notaðu grunnleit og síðan nánari leit ef þarf.
  • Skiptu yfir í Töflusýn og stilltu dálka og röðun (mælt er með að nota vistaða töflusýn).

Flytja út — úr töflusýn

  1. Í töflusýn: opnaðu valmyndina, skrollaðu neðst og veldu hvort flytja eigi út allar færslur eða aðeins valdar færslur (þær sem eru blámerktar).
  2. Til að velja margar færslur: haltu niðri Shift til að velja samfelldan lista, eða Ctrl (Windows) / (Mac) til að velja stakar færslur.
  3. Staðfestu útflutning.
    Útflutningur fylgir völdum dálkum og núverandi röðun.
  4. Ef skráin hleðst ekki niður, gæti þurft að leyfa pop-ups í vafranum (þarf aðeins að gera einu sinni).

Útflutningur úr töflusýn

Flytja út — í skýrsluformi (Word eða Excel)

  1. Neðst í valmynd og leitarniðurstöðum er ör sem snýr niður með striki undir. Smelltu á örina.
  2. Veldu fyrirfram skilgreint skýrsluform fyrir eina færslu eða nokkrar valdar færslur.
  3. Athugaðu að tiltæk skýrsluform ráðast af því í hvaða einingu þú ert.
  4. Ef óskað er eftir sérstöku skýrsluformi, vinsamlega hafðu samband við sérfræðinga RS.

Útflutningur í skýrsluformi

Ábendingar
  • Stilltu dálka og röðun áður en þú flytur út — útflutningur speglar töflusýnina.
  • Notaðu vistaða leit + vistaða töflusýn til að fá samræmdan, endurtekinn útflutning.
  • Í stórum verkum: skiptu í minni hluta ef útflutningur er þungur.
  • Gættu að réttindum í útfluttum gögnum og takmarkaðu dálka ef þarf.
  • Þarftu sértæka töflusýn? Búðu til sértæka töflu með réttum dálkum og röðun. Hafðu samband við sarpurhjalp@landskerfi.is.
Algengar villur og lausnir
  • „Excel skjalið er tómt“ — virkar síur eða vistuð leit þrengir of mikið. Hreinsaðu og reyndu aftur.
  • Íslenskir stafir brotna — opnaðu skrána með UTF-8 (Import í Excel).
  • Dálkar renna saman — rangur delimiter. Stilltu á Comma eða viðeigandi aðgreini.
  • Leiðandi núll hverfa (t.d. „00123“) — skilgreindu dálkinn sem Text.
  • Dagsetningar snúast — stilltu locale eða lestu dálkinn sem Text.
  • Skýrsla stoppar — þú hefur ekki réttindi á einhverjum reit í skýrslunni.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina