Þessar leiðbeiningar eiga við um skráningu aðfanga í Myndasnið og fjalla um helstu aðgerðir tengdar skráningu ljósmynda.
- Þegar skráning er hafin er smellt á aðföng -> Myndir. Þá birtist yfirlitsgluggi með tilheyrandi undirskrám. Þá er smellt á „STOFNA FÆRSLU“
- Hraðskráningarsnið er hér valið ef við á (Ef hraðskráningarsnið er valið, má lesa nánar um það í Minnisblað fyrir stofnun Hraðskráningarsniðs). Skráð er í opna tölureitinn „Fjöldi“ ef verið er að skrá ákveðinn fjölda aðfanga í einu. Síðan er smellt á „Samþykkja“. Sjá mynd til útskýringar:
Í kjölfarið birtist aðfangasniðið
1) Tengja myndir/skjöl/teikningar
- Mælt er með að byrja skráningu með að tengja og hlaða upp myndir/skjöl. Eingöngu er hægt að tengja eina mynd í myndagluggann. Ef þörf er á að tengja fleiri myndir, t.d. sýna bakhlið mynda er ráðlagt að hlaða þeirri mynd upp sem skjali.
- Til að tengja mynd/skjal við skráninguna er smellt á „Hlaða upp mynd/skjali“ -> síðan „Choose file“ velja síðan myndina smella á „Open“ og síðan „Samþykkja.“ Ef vill er hægt er fylla út viðeigandi upplýsingar um rafræna mynd/skjal.
2) Grunnupplýsingar
- Hér er fyllt út eins ítarlega og hægt er upplýsingum um myndina sem verið er að skrá. Mælt er með að renna ítarlega yfir alla skráningarmöguleikana.
- Lágmarksskráningar til að geta vistað aðfangasnið eru: Undirskrá: Safnnúmer, Tegund (mikilvægt) Sjá mynd:
Mikilvægt atriði er að velja í reitinn „Staða skráningar.“ Skráning á að uppfylla ákveðinn skilyrði til að standast kröfur um gæði skráningar.
Til að nálgast ítarlegri upplýsingar um ákveðin skráningaratriði og nákvæmari lýsingar á skráningarreitunum er mælt með að skoða kafla VII. Myndir í Skráningarhandbók Sarps 2.0 sem hægt er að nálgast á þjónustuvefinn landskerfi.is
--> Þjónustuvef Landskerfis Bókasafna
- Þegar búið er fylla út reitina eftir bestu getu er fín regla að ýta síðan á „Vista“
3) Aðrar upplýsingar
- Hér er mikilvægt að skrá í frjálsa textareitinn allar nánari upplýsingar um myndina sem vitað er um og lýsa myndefninu. Gott er að hafa það í huga að reitirnir „Lýsing“ og „Heimildir“ eru reitir sem birtast á ytri vef sarpur.is ef valið er að birta myndina þar. (Til upplýsingar birtist reiturinn „Sýningartexti“ sömuleiðis á ytri vef en er einungis notaður í undantekningartilvikum.)
Það þarf því að gæta þess með almenning í huga að textinn í þessum reitum sé vel unnin og lýsandi fyrir myndina.
- Síðan er smellt á „Vista“
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina