Í Nafnaskrá er hægt að velja milli heildarskrár nafna og hópa sem merktir eru hver með sínum hætti í nafnasniðinu. Hér verður Nafna-hlutinn notaður.
Leita í nafnaskrá:
1. Sem fyrsta skref í tengingu nafna við skráningu er gífurlega mikilvægt að athuga hvort nafnið sé nú þegar skráð í nafnaskrá, til koma í veg fyrir tvískráningar. Í skráningarferlinu er nafnaskrá opnuð með því að ýta á „+“ fyrir aftan reitinn sem verið er að fylla út. Þá opnast leitargluggi í nafnaskrá.
2. Síðan er nafn, kennitala, heimilisfang eða einhverjar upplýsingar sem vitað er um einstaklinginn settar í reitinn „Finna“. Mikilvægt er að muna að stilla flipann á það sem verið er að leita eftir til að fá niðurstöður fyrir leitina. Hægt er að sjá og stilla fjölda birtra niðurstaðna. Sjá mynd:
3. Þegar rétta nafnið er fundið er tvísmellt, og er skráningaraðilanum aftur beint sjálfkrafa yfir i skráningarsniðið.
Skrá nýtt nafn
Þegar búið er að leita í nafnaskrá og sannreyna að einstaklingurinn sem verið er að leita að er ekki til þar, þarf að skrá nafnið.
1. Til að skrá nýtt nafn er farið í „Nafnaskrá“ -> „Nöfn“. Síðan er smellt á „NÝTT NAFN“:
Í kjölfarið birtist skráningarsniðið fyrir nafnaskráningu
Grunnupplýsingar:
Við útfyllingu nafnareitanna er vísað í hjálp undir ?-hnöppunum eða Leiðbeiningahandbók um skráningu í Sarp.
1. Sé um að ræða Íslending sem látinn er eftir 1970 er hann að finna í þjóðskrá og er þá smellt á hnappinn „Leita í þjóðskrá“. Sjá mynd:
2. Leit í Þjóðskrá: Nafn birtist sjálfkrafa í felliglugganum. Sé fæðingardagur og -ár þekkt er þó skilvirkast að stilla leitina „Finna“ á „Kennitala“ í felliglugganum, slá inn fyrstu sex tölurnar í kennitölu og þá birtast 20-30 niðurstöður þar sem auðvelt er að finna réttan aðila. Smellt er á „+“ við nafnið til að sækja upplýsingarnar í nafnasniðið.
3. Sé viðkomandi ekki í þjóðskrá eru allar þekktar upplýsingar skráðar inn, m.a. kyn, nafn o.s.fv. sem vitað er um og síðan er smellt á „Búa til gervi“ (-kennitölu) og smellt á „Skrá“. Ath. að ekki má líða langur tími frá því gervikennitala er smíðuð þar til sniðið er vistað þar sem annar skrásetjari gæti tekið þá tölu. Sjá mynd:
4. Fylla skal út aðra upplýsingareiti eftir því sem upplýsingar gefa tilefni til. Mikilvægt er að afhaka „Virk/ur“ ef ekki er um heimildarmann þjóðháttaskrár að ræða. Til að ljúka skráningunni er síðan smellt aftur á „Skrá“ Sjá mynd:
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina