Efnisorð er miðlægur orðalisti sem notaður er fyrir mismunandi heiti eftir því við hvaða aðfangategund hann er tengdur hverju sinni. Heitin eru: Myndefni, Heiti, Efnisatriði, Efnisorð.
Flokkur:
Outline-flokkunarkerfið er notað til að skilgreina efnisorðin og nær það yfir 100 mismunandi flokka. Kerfisstjóri Sarps greinir efnisorðið og gefur því flokksnúmer eftir lýsingu þeirri sem sett er inn. Hægt er að leita eftir flokkakerfinu í Leit / Nánari leit / Flokkaleit. Sjá nánar í Minnisblað fyrir Leit.
Skrá Efnisorð:
1. Smellt er á viðkomandi reitarheiti, upp kemur leitargluggi.
2. Orðið, eða fremri hluti þess, er slegið inn í reitinn „Leitarstrengur“ og smellt á „Leitarniðurstöður“. Ef finna á orðhluta eða seinni hluta orða er „%“-merkið sett fremst.
Dæmi: %ausa. Sjá mynd:
3. Þegar rétt orð er fundið þá er smellt á + og orðið kemur í gluggann „Valið“. Þessi aðgerð er endurtekin ef setja á fleiri efnisorð við aðfangið.
Ef orðið finnst ekki er hægt að skrá „Bráðabirgðaheiti“. Þar er efnisorðið skráð í efsta reitinn, ensk og norræn heiti mega gjarnan fylgja ef þekkt eru. Mikilvægt er að skrá lýsingu á orðinu og notkun þessi í því samhengi sem við á í reitinn Lýsing. Sjá mynd:
4. Að lokum er smellt á „Samþykkja“.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina