Staðaskrá

Breytt Fri, 30 Jún, 2023 kl 11:45 AM

Staðarskráin er notuð þegar er verið að tengja staði og heimilisföng við einstaklinga og skráningar í Sarpi. Í Staðarskrá er hægt að skrá staðsetningar eins og götuheiti og nr., lögbýli og lóðir í dreifbýli (sótt í Landskrá fasteigna); staði eins og foss eða stakt fjallsheiti, fyrirtæki af einhverju tagi o.s.frv. Hægt er að skrá mörg fyrirtæki á sama götuheiti og nr. með sama landnúmeri.

  • Ath. Sem fyrsta skref í tengingu staða við skráningu er gífurlega mikilvægt að athuga og ganga úr skugga um að staðurinn hafi ekki nú þegar verið skráður í Staðarskrá, til að koma í veg fyrir tvískráningar og þannig tryggja gæði skráningar og margfalda ekki staðarskrána að óþörfu.

 

1.    Tengja við stað.

  •  Dæmi: Tengja stað við skráningu:
     

1.    Til að tengja stað í skráningarsnið þarf að smella á „+“ fyrir aftan „Staður/Gata“ og leita þar í staðarskrá.

2.    Þá birtist staðarskráin sem leitargluggi og staðarheitið slegið inn í leitar reitinn „Finna“.

3.    Þegar búið er að finna rétta staðinn er tvísmellt á hann og síðan smellt á „Samþykkja“. Sjá mynd:

Síðan yfirfærast upplýsingarnar sjálfkrafa í skráningarsniðið.

 

2.    Ef götuheiti og nr./lögbýli/lóð er ekki til í Staðarskrá Sarps þarf að skrá það. Þá er smellt á „Skrá stað í staðarskrá“. Sjá mynd:

Þá opnast skráningasnið í staðaskrá.


4. Ef skrá á staðsetningu í landslagi eða þéttbýli er heitið slegið inn í Staður 1, valið Byggðaheiti eða Sveitarfélag sem við á og smellt á „Búa til landnúmer“


5. Síðan er smellt á „Skrá“ til að vista. Sjá mynd til útskýringar:


Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina