Samningar halda utan um formleg útlán í kerfinu. Samningar geta staðið sjálfstætt eða tengst sýningu. Upplýsingar sem varða tiltekinn grip í samhengi samnings/sýningar eru skráðar í Skrásett (Registrar) – t.d. skilyrði, meðhöndlun og tryggingar.
Hvar finn ég Útlán?
- Ef lán tengist sýningu er Sýningin stofnuð fyrst
- Opnaðu Samninga í valmynd (undir Umsýsla).
- Ef flipinn sést ekki hefur þú mögulega ekki heimild til að sjá útlán.
Skrá eða breyta samningi — skref fyrir skref
- Smelltu á Búa til (eða opnaðu samning til breytinga).
- Fylltu út lykilreiti:
- Tegund og Samningsnúmer
- Lándveitandi og Lántakandi (Ath eru skráðir í samstarfsaðilar módule)
- Tengja aðföng - hægra megin við færsluna getur þú smellt á myndatáknið og dregið aðfang í samninginn.
- Forvarsla (ef við á)
- Rannsókn / Greiningar - Samningur vegna fornleifarannsókna
- Upphafs dags. og loka dags. samnings
- Rafræn skjöl (samningsdrög, undirrituð skjöl, tryggingavottorð).
- Vista.
Bæta gripum í samning (tengja aðföng)
- Úr leitarniðurstöðum hægra megin: Ef þú hefur vistað aðföngin þá getur þú sótt leitina hérog dregið þau yfir í töfluna.
- Þú getur líka valið nánari leit hægra megin og náð í gripi úr vinnumöppunni þinni. Skrifaðu í leitarskilyrði Vinnumöppur og finndu þína möppu.

Athugaðu að gripurinn heldur áfram að vera hluti af samningnum. Ef þú hefur óvart dregið inn vitlausan grip þá þarftu að fara í Skrásett eininguna og fjarlægja hann þaðan.
Ef þú ferð með músina yfir nafnið á samningnum þá kemur lítið X sem þú smellir á. Vistar svo færsluna og þá er aðfangið ekki lengur tengt viðkomandi samning. Þú getur líka eytt aðfanginu með því að nota - táknið neðst. ATH að þú ert eingöngu að eyða aðfanginu úr Skrásett einingunni, ekki skráningarfærslunni sjálfri.

Skrásett (Registrar) — hlutverk
Skrásett geymir upplýsingar um grip fyrir tiltekinn samning eða sýningu. Þessi atriði geta verið ólík milli samninga/sýninga og eru því skráð í Skrásett en ekki á sjálfu aðfanginu. Þannig getur sama aðfang verið lánað á mismunandi sýningar en með ólíkar upplýsingar fyrir hvert lán. Sama aðfang getur verið skráð oftar en einu sinni í einingunni Skrásett.
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina