Viðmót og gagnasýn

Breytt Thu, 15 Jan kl 4:25 PM

Haus, fótur og stikur til hægri og vinstri veita aðgang að helstu aðgerðum og upplýsingum óháð einingu.

KENNSLUMYNDBAND

Viltu frekar horfa en lesa?

 Sjá myndbandið: Innskráning, einingar og viðmót Sarps 

Haus

Upplýsingar um virka færslu sjást með bláu letri: auðkenni (ID), notandanafn þess sem skráði og "síðast breytt". Með því að smella á tengilinn sést breytingarsagan.

Haus í Sarpi

Fótur

Neðri hluti skjásins er með aðgerðarhnöppum og sýnum. Athugið að mismunandi hnappar eru milli eininga.

  • Búa til, afrita, eyða
  • Vista, afturkalla, endurgera, hafna, hlaða niður
  • Nánari sýn, töflusýn, myndasýn, kortasýn
  • Fletta milli færslna (úr leitarniðurstöðu), skilaboð, skrá út
Fótur í Sarpi

Vinstri stika

Vinstri hliðarstikan tilheyrir leitinni. Þar er hægt að leita eftir mismunandi leiðum.

Vinstri stika
  • Leit er textaleit, hægt að nota AND, OR og NOT.
  • Vistuð leit sýnir allar leitir sem þú hefur réttindi til að nota.
  • Röðun – hægt er að raða leitarniðurstöðum eftir ákveðnum gildum. Ath. ef raða á eftir safnnúmeri þá verður að nota "Safnnúmer A vægi" eða "Safnnúmer B vægi".
  • Nánari leit og Saga eru með bláu letri sem þýðir að hægt er að smella á heitin. Saga sýnir síðustu leitarniðurstöður.

Hægri stika

Í hægri stikunni er hægt að skoða og vinna með atriði sem tengjast færslunni sjálfri.

Hægri stika

Tákn Leit í aðföngum: Hér er hægt að finna aðföng og tengja við færsluna.

Tákn Rafræn skjöl: Hér getur þú séð öll rafræn skjöl sem tengjast aðfanginu. Einnig er hægt að smella á plúsinn og bæta við nýjum skjölum. Það er líka hægt að gera með því að draga og sleppa gögnum í gluggann.

Ábending: Með því að hægri smella á mynd í þessum glugga getur þú valið "Bæta við tilvísun: Sjálfgefin mynd". Þá ertu að velja viðkomandi mynd sem aðalmynd.

Tákn Tilvísanir: Hér getur þú séð allar tilvísanir sem tengjast færslunni.

Framsetning gagna

Lista- og leitarniðurstöður má skoða sem Töflusýn, Myndasýn eða Kortasýn (og eftir atvikum: dagatal / stjórnborð).

Töflusýn

  • Dálkar: Bæta við / fjarlægja í valmynd; draga til að raða upp.
  • Röðun: Smella á dálkheiti (hækkandi / lækkandi).
  • Dálkabreidd: Draga til ef stuðningur er fyrir hendi.
  • Vista snið: Vista uppsetningu (dálkar + röðun) til endurnotkunar.
Töflusýn

Myndasýn

  • Stærð mynda: Veldu stærð í fellivalmynd við myndasýn.
  • Birting: Niðurstöður birtast sem þumljos; raðaðu eftir heiti, dagsetningu o.fl.
  • Sjálfgefin mynd: Merktu rétta mynd í hægra spjaldi Skrár og tengingar.
Myndasýn

Kortasýn

  • Forsenda: Færslur verða að hafa gild hnit til að birtast.
  • Aðdráttur / færsla: Músarhjól / trackpad, tvísmella eða + / –; dragðu kortið til að færa.
  • Hópun punkta: Stækkaðu til að sjá stök atriði.
  • Upplýsingagluggi: Smelltu á punkt → færslan velst í listanum vinstra megin; opnaðu nánar ef þarf.
Kortasýn


Gagnlegar ábendingar

  • Gírtákn í reitum opnar valmynd (t.d. "Leita eftir gildi", "Atriðaskrá").
  • Plús við reiti/hópa bætir nýrri línu (t.d. fleiri efnisord eða staði).
  • Dragðu og slepptu skrám í hægra spjaldið til að hlaða upp myndum/skjölum.
  • Stilla zoom í vafra á ~90–100% ef tákn eða hnappar vantar á skjáinn.
  • Vistaðu leitarskilyrði og töflusýn (dálkar + röðun) fyrir endurnotkun.
  • Sjálfgefin mynd gerir myndasýn og leitarniðurstöður skýrari.
  • Vantar hnit? Skráðu í reitinn "Hnit"; ISNET93 / ISNET2016 virka til kortabirtingar.
  • Opna í nýjum glugga (Ctrl / ⌘ + smella) til að halda listum/leitarniðurstöðum opnum samhliða færslu.

Var þessi grein gagnleg?

Það er frábært!

Þakka þér fyrir álit þitt

Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg

Þakka þér fyrir álit þitt

Láttu okkur vita hvernig við getum bætt þessa grein!

Veldu að minnsta kosti eina af ástæðunum
Staðfesting á CAPTCHA er nauðsynleg.

Viðbrögð send

Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina