Þegar fylgjast þarf með ástandi, varðveislu eða meðferð á aðfangi er skráning í Forvörslu nauðsynleg. Skráning má annaðhvort hefjast beint úr Skrásett (Registrar) – einkum í samhengi sýninga/samninga – eða beint í Forvörslu fyrir sértæk forvörsluverkefni.
Leið 1 — úr Skrásett (ástandsskýrsla)
- Opnaðu Skrásett eininguna og finndu rétta aðfangið.
- Fylltu inn viðeigandi upplýsingar undir flipunum Ástand, meðhöndlun og við sýningu eftir því sem við á.
- Smelltu á Búa til nýja ástandsskýrslu ef þörf er á förvörslu
- Kerfið fyllir sjálfkrafa út tengingar við aðfangið, sýningu/útlán og stillir meðferðartegund á ástandsskráningunni.
- Skráðu ítarlegar upplýsingar (ástand, meðferð, athugasemdir) og tengdu við myndefni/skjöl.
- Vista. Færslan birtist í Forvörslu og er sýnileg aftur í Skrásett undir Flutningur/Ástand.

Leið 2 — beint í Forvörslu (forvörsluskýrsla)
- Opnaðu Forvörslu og veldu Búa til.
- Fylltu út helstu reiti:
- Ástand – bættu við færslum (núverandi skráð sjálfkrafa; eldri fær „sögulegt“).
- Ástæða – t.d. fyrir/eftir sýningu, flutningur, skemmd.
- Sérhæfing – efnisflokkur (viður, vefnaður, málverk o.s.frv.).
- Þátttakendur – forverðir/samstarfsaðilar.
- Meðferð – veldu Meðferð (mat/greining) og skráðu viðeigandi upplýsingar.
- Tengdu aðfang: smelltu á Bæta við eða dragðu úr hægri leitarstiku (margir gripir í einu eru leyfðir).
- Tengdu önnur gögn ef við á: Sýningar, Samningar, Heimildaskrá, Rafræn gögn.
- Hlaða upp myndum. Myndir/PDF (má vera margar í einu) og vistaðu.
Skráning á ástandi (endurteknir hópar)
- Ný skráning fær sjálfkrafa Núverandi ástand.
- Eldri færslur merkjast sem Sögulegt.
- Skráðu dagsetningu, lýsingu og greiningu á skemmdum fyrir hverja færslu.
Dæmigerð vinnuferli
- Ástand við brottför: Skrásett → Flutningur/+Astand → Ástand við brottför - Búa til nýja ástandsskýrslu → skrá mat + myndefni í Forvörslu → vista.
- Meðferð á mörgum eins gripum: Forvarsla → ný færsla → tengja marga gripi (drag & drop) → skrá aðgerð/efni → vista.
- Eftir skil/endurkomu: Uppfæra Komuástand í Skrásett; stofna nýja skýrslu ef þörf krefur.
Yfirlit hvað var flutt hvert - úr sarpi 3.
Reitir úr Sarpi 3 | Fært í reit í Sarp 4 |
| Lýsing | Meðferð |
| Athugasemdir (undir meðferð) | Meðferð - Athugasemdir |
| Skilyrði um meðhöndlun | Aðföng - Skilyrði um meðhöndlun |
| Efnislýsing og tæknilýsing | Forvarsla - Ástand - Nánari upplýsingar |
| Meðferð hófst og meðferð lauk | Forvarsla - Ástand - dagsetningarreitur með tegund: Meðferðartími |
| Ástand fyrir meðferð | Aðföng - Ástand |
| Ástand eftir meðferð | Aðföng - Ástand |
| Hitastig, Rakastig, Ljós, Lux | Aðföng - Ástand |
| Athugasemdir vegna sýningarhalds | Aðföng - Athugasemdir vegna sýningarhalds |
| Skilyrði um geymsluhald | Aðföng - Geymsluskilyrði |
| Tilefni forvörslu | Forvarsla - Meðferð - Tilefni forvörslu |
| Varðveislustig fyrir og eftir meðferð | Forvarsla - Skýringar - Athugasemdir |
Ábendingar
- Notaðu Orðasafn til að halda samræmi í aðferðalýsingum, Tegund skemmdar og efnisflokkum.
- Veldu myndefni sem sýnir vandamálið (sprungur, bletti, rifur) – ekki bara auðkenningu gripa.
- Fyrir mörg eins verk: stofnaðu eina færslu og tengdu marga gripi (drag & drop úr leit).
- Unnið í samhengi sýningar/láns? Tryggðu að til sé viðeigandi Skrásett-færsla svo tengingar birtist rétt.
Algengar villur
- Ekki tengt aðfangi – skýrslan verður ófullnægjandi; bættu við grip(um) eða stofnaðu úr Skrásettu.
- Meðferðartegund vantar – veldu assessment eða treatment í Forvörslu.
- Ekki vistað – breytingar tapast; vista reglulega áður en farið er á milli flipa.
- Myndir sýna ekki málið – taktu nálægar myndir af skemmdum/aðgerð, ekki eingöngu heildarmynd.
Gátlisti- Eru meðferðartegund, ástand og tilvísun skráð?
- Eru réttir gripir tengdir (einn eða fleiri)?
- Eru myndir/skjöl sem sýna vandamál/ferli komin inn?
- Tengist færslan viðeigandi sýningu/samning í Skrásettu ef við á?
Sjá einnig
- Forvarsla – reitir og viðmót
- Skrásett (Registrar) – hreyfingar/ástand
- Aðföng - flipar ástand og meðhöndlun
- Samningar
- Leita í forvörslu
- Samstarfsaðilar - ný eining
- Flutningar – hópflutningur og tengingar
Var þessi grein gagnleg?
Það er frábært!
Þakka þér fyrir álit þitt
Því miður! Við gátum ekki verið hjálpleg
Þakka þér fyrir álit þitt
Viðbrögð send
Við kunnum að meta fyrirhöfn þína og munum reyna að laga greinina